Troy - Þvílík vonbrigði! Ég veit að það er búið að ræða um þessa mynd enn ég verð að segja mitt álit á henni. Jæja fór ég í gærkveldi á bíomyndina Troy. Ég hélt að hún yrði mjög góð sérstaklega þar sem ég er mikill áhugamaður um grísku goðafræðina. Jæja það sem ég get sagt er hmmm…..HVAÐ VAR ÉG AÐ EYÐA PENINGNUM MÍNUM Í?! Þetta er alveg hræðileg mynd. Það sem ég er mest hneykslaður á er hvað söguni var breytt gífurlega, hér eru nokkur atriði við myndina sem að ég er hneykslaður á :


*Eftir þessari mynd var Tróju stríði heyjað á 20 dögum enn Tróju stríðið stóð í 10 ár.

*Eftir þessari mynd var Agememmnon drepinn af einhverri lítilli stelpu með rýting enn var hann nú drepinn þegar hann kom heim. Konan hans og vinur drápu hann.

*Eftir þessari mynd dó Ajax þarna líka og meira segja á held 3 degi, nei nei hann var ekki drepinn heldur framdi hann sjálfsmorð stuttu eftir að Akkiles var drepinn. Agamemmnon vildi að Ajax tæki brynju Akkilesar og þykktist vera hann enn Ajax neitaði og sór að drepa Agamemmnon og Meneláus enn Afródíta gerði hann brjálaðan svo að hann drap sjálfan sig.

*Eftir þessar mynd var Akkiles inní Trójuhestnum ennAkkiles var löngu dauður áður enn að Trjóhesturinn var byggður og það var ekki útaf einhverjum 5 örvum heldur einni í hælinn. Hælinn var veiki staðurinn á honum af því móður hans hélt utan um hælinn á honum þegar hún dýfði honum í ánna Styx, þaðan kemur orðtakið Akkilesar Hæl.

*Það var ekkert einvígi á milli Meneláusar og Parísar. Meneláus dó ekki í þessu stríði!


Þetta eru aðeins nokkur atriði í sambandi við söguna enn síðan var bara öll myndinn eitthvað svo…..ömurleg. Handritið við þessa mynd fannst mér ömurlegt og tónlistin var nú ekkert spes. Myndin er auðvitað ennþá leiðinlegri fyrir þá sem kunna söguna.
Hvað leikarana varðar þá fannst mér þar nú enginn spes. Hérna er álit mitt á leikurunum:

Akkiles: Brad Pitt, ekki það að þetta sé lélegur leikari þá er þetta ekki Akkiles. Hann var þarna svona meðal enn fannst mér Akkiles bara haga sér eins og strákur á gelgjuskeiðinu. Það var bara eitthvað svo mikið ;“gerðu það sjálfur” stíll yfir honum alveg eins og einhver gelgja.

Hektor: Eric Bana, mér fannst hann vera eitt það besta við myndinna. Lék mjög vel og smellpassaði í hlutverk Hektors. Ég hef ekkert vont um hann að segja!

Helena: Diana Kruger, ha? Þetta fegursta kona heims, nei það finnst mér ekki. Og fannst mér hún ekki sýna neina leikhæfileika. Ekkert ánægður með valið á þessu hlutverki.

París: Orlando Bloom, mér finnst Orlando bara ekki vera neitt góður leikari enn mér fannst hann passa eitthvað í þetta hlutverk.
Hann smellpassaði inn í LOTR og fannst mér það líka hérna. Báðir voru bogamenn báðir litlir, liprir og fallegir.

Óddyseifur: Sean Bean, mér fannst hann flottur Óddyseifur. Mér fannst að vísu Óddyseifur ekki vera með flottan búning. Ætti að hafa hann meira royal búning hann leit nú bara út fyrir að vera skítugur hermaður. Enn mér fannst Óddyseifur flottur.

Agamemmnon: Brian Cox, hann var mjög góður. Alveg frábær lék flottan Agememmnon. Ég hef eiginlega ekkert meira að segja um hann.

Mér fannst líka leikarinn sem lék Prímeus góður enn veit ég ekki hvað hann heitir.
Enn mér fannst myndinn vera ein stór vonbrigði! Ég er alls ekki sáttur við þessa mynd. Allt of mikið af einhverri ástardellu þarna og það vantaði alveg inn í hvernig guðirnir skárust inn í. Meira kjaftæðið þessi mynd, sérstaklega endatriðið hans Akkilesar einhver rosa væmni og bull. Ég var alveg furios þegar ég gekk út úr bíóinu. Myndin hefði kannski ekki verið svona hræðileg í mínum augum ef ég hefði ekki vitað söguna fyrir enn ég vissi söguna og sá öll þessi hræðilegu mistök.
Ég trúi ekki að ég hafi verið á henni í 3 tíma. Ég er 100% viss um að þessi mynd hefði ekki einu sinni fengið *** ef leikarar eins og Brad Pitt væru í henni. Enn ég myndi í mesta lagi gefa henn **!

Alls ekki sáttur við þessa mynd og ég get ekki sagt að ég mæli með henni sem mynd til að fara á á næstunni.

Kveðja
*boggi35*(StonedRaider)