Óskarsverðlaunin sunnudaginn 25. mars Jæja, þá er Óskarinn á sunnudaginn..

Persónulega þá held ég einfaldlega að Gladiator sópi einfaldlega að sé flestum verðlaununum.. allavega besta myndin, það held ég að sé alveg nokkuð augljóst.. það eru ekki það margar sem keppa við hana sem eru það góðar, nema kannksi Crouchin Tiger, Hidden Dragon, hún gæti farið að skemma fyrir Gladiator.

En svo finnst að Russel Crowe ætti að fá Óskarinn fyrir besta leik, hann sýndi einn besta leik sem ég hef séð, eftir að ég sá Anthiny Hopkins í Silence of the Lambs. Russel sýndi alveg magnaðan leik í henni og á það vel skilið á fá óskarinn.

En svo er það restin af óskurunum sem ég veit ekkert um, jú, kannski tæknibrellurnar.. Perfect Storm og Gladiator??
það voru í 1. lagi HRYLLILEGAR tæknibrellur í Perfect Storm, en brellurnar í Gladiator voru hins vegar alveg magnaðar.

Þegar Hans Zimmer gerir tónlist, þá er það nánast ávísun á óskarinn, því hann gerir einfaldlega frábæra kvikmynda tónlist, og ekki nóg með það heldur var tónlistin í Gladiator alveg snilld.

Svo var Joaqin Phoenix alveg magnaður sem Commodus í Gladiator, lék þennan óþokka illilega vel, sýnir á sér dökku hliðina. Og lýsir þessari hryllilega persónu vel, en Hopkins á metið með Lecter.


Svo er það hin verðlaunin sem ég veit ekki alveg um, þ.e. leikkona, leikstjórn o.fl. en vona að þetta lendi í réttum höndum.

Endilega sendið inn ykkar spár óskarsafhendingar.

SIGZI