The Last Crusade Titill: Indiana Jones and The Last Crusade
Leikstjóri: Steven Spielberg
Handrit: Jeffrey Boam, Menno Meyjes, George Lucas og Philip Kaufman
Tagline: Have the adventure of your life keeping up with the Joneses
Framleiðendur: George Lucas, Frank Marshall, Arthur F. Repola og Robert Watts
Framleiðslu ár: 1989
Þema: Hasar/Ævintýri
Land: Bandaríkin
Einkunn á Imdb: 8,0 (141. sæti af 250)
Aðalhlutverk: Harrison Ford, Sean Connery, Alison Doody, Denholm Elliot og John Rhys - Davies

Myndin hefst 1912 þegar Indy er ungur (Leikinn af River Phoenix) í vettvangsferð með skátunum. Indy lendir í útistöðum við nokkra illa þokkaða menn hafa fundið hinn dýrmæta Coronado kross.
Eftir heilmikið vesen tapar Indy krossinum og nær honum ekki aftur fyrr en 1938, heilum 26 árum síðan.
Seinna fær hann fréttir af því að faðir hans hafi týnst við að leita að hinum heilaga kaleik og ákveður að sjálfsögðu að finna gamla mannin.

Þessi síðasta Indy mynd er mjög vel heppnuð þó að hún skáki ekki Raiders.
Spielberg ákvað að gera þessa mynd í sama anda og hann gerði Raiders of the Lost Ark, hugsanlega vegna óánægju margra með The Temple of Doom. Spielberg notar mikið meira af bröndurum í þessari heldur en í hinum tveimur og verð ég bara að segja að það virkaði mjög vel.
Einnig fáum við skemmtilega forsögu um Indy þar sem River heitin Phoenix (sem dó árið 1993 úr ofneyslu fíkniefna) leikur mjög vel og fáum við til dæmis að sjá afhverju hann þolir ekki snáka og hvar hann fékk hattinn góða.
Sem fyrr er sviðsmyndin og tæknibrellurnar mjög flottar.
Harrison Ford er alltaf jafgóður sem Indy og hér fær hann fleiri tækifæri til að sýna gamansama hlið á sér.
Sean Connery sínir alveg snilldar takta sem hinn sérvitri faðir Indy í alveg afskaplega vel skrifuðu hlutverki
Alison Doody kemur skemmtilega á óvart sem Elsa Schneider og er næst besta Indy stúlkan.
Denholm Elliot leikur Marcus Brody á allt annan en skemmtilegan hátt heldur en í Raiders, Brody er hér gerður að mjög seinheppnum einstaklingi ekkert gengur upp hjá.
John Rhys - Davies kemur aftur, en í mun minna hlutverki í þetta skiptið og hefði mátt nota leiklistar hæfileika hans aðeins betur hér.
Þetta er dýrasta Indy myndin, hún var gerð fyrir 48 milljónir dollara og tók inn 197 millur í Bandaríkjunum og litlar 494,8 á heimsvísu og er því í 32. sæti yfir tekjuhæstu myndir allra tíma.
Það var mikið lagt í myndina, t.d. voru mikill fjöldi af rottum ræktaðar fyrir eitt atriði og heilir tveir skriðdrekar voru smíðaðir (annar úr stáli og hinn úr áli)

Að mínu mati næst besta Indy myndin.

****/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.