Pola X



Ja, hérna megin. ég var að horfa á franska mynd í gærkvöldi sem var að koma út á vídeó. Hún heitir Pola X. Leikstjóri:Leos Carax.
Pierre er fæddur með silfurskeið í munni og skrifar metsölubækur heima í sloti hans og móður hans. Hann kemst að því að fyrir honum hafi verið haldið leyndu að hann ætti eldri systur, Isabellu. Upp frá því yfirgefur hann ríkidæmið og flýr með systur sinni held ég til Parísar. Þar búa þau við mikla fátækt á meðan hann er að skrifa næstu bók og smám saman verður gerir hann sér grein fyrir firringu heimsins og lífið sé bara ein stór lygi sem hann ætlar sér að uppljóstra með þessari bók sinni. Þetta er ekki mynd fyrir alla að sjá, hún er mjög löng og hún er mjög artistic. Frábær myndataka og góður leikur.
Gef henni *** stjörnur. Og ég ætla að bæta því við að sá sem leikur Pierre , Guillaume Depardieu, er sonur hins frábæra leikara Gerard Depardieu. Guillaume fer vel með hlutverkið og hefur eins og pabbi sinn þennan sérstaka sjarma yfir sér.
Og eitt í viðbót ! í þessari mynd er grófasta kynlífsatriði sem ég hef séð í nokkurri bíómynd ! Grófara heldur en í Romance X sem átti að vera mjög djörf. Og það sést MJÖÖÖÖÖÖG vel að þetta er ekki feik hjá þeim. Og þegar ég segji mjög vel þá meina ég mjög vel !!! En samt er þetta eiginlega með fallegri kynlífsatriðum sem ég hef séð. Svona á þetta að vera, sýna bara allt, við vitum öll hvernig þetta virkar, óþarfi að fela það. Já ég held að ég gefi þeim bara hálfa stjörnu fyrir þetta atriði, mjög flott.

–H