Enn um Alien Quadriolgy. Jæja hvort sem ykkur líkar það betur eða verr þá er það staðreynd að digipackið sem skífan og bt eru að selja er tómt helv. drasl. Vinur minn keypti Alien Quadrilogy R2 nýlega frá bt á veftilboði (4999kr)og um leið og hann dró kassan út þá hrundi allt draslið.

Ég keypti Alien Quadrilogy R1 þegar ég var Los Angeles fyrir jól og þá var þetta í svona “fold out packningu” sem er reyndar aðeins betri en hitt draslið en mér finnst voða asnalegt að þurfa folda út 150 cm ef ég ætla að horfa á alien resurection.
Núna er búið að laga þetta fyrir R1 því í nýjasta upplaginu byrjar maður að folda út frá miðju.

En Hérna kemur Ástæðan fyrir mínum póst. Ég var að lesa á dvd heimasíðu að Japanir slái öllu út. Þeim fannst þessar þrjár umbúðir alveg til skammar og þeir þróuðu alveg stórfengilegar umbúðir fyrir Alien Quadrilgy. Það er afskaplega erfitt að útskýra hvernig þær eru. Smellið á linkinn neðst og sjáið myndina enda segja myndir meira en þúsund orð :)
http://cinescape.com/0/editorial.asp?aff_id=0&obj_i d=40740&this_cat=Video+%26+DVD#


Svona hefði ég líka viljað fá þetta enda væri þetta fínt stofudjásn.