Gullborgirnar voru teiknimyndaþættir sem voru sýndir í sjónvarpinu cirka 1987, dásamlegir alveg, ég var að spá hvort ég væri í litlum minnihlutahóp sem man eftir þessum þáttum og dáist ennþá af þeim í minningunni (ég veit að ég er ekki alveg einn, ég hef nokkrum sinnum spjallað við frænda minn um þessa þætti og hann er á sama máli).

Ég hef heyrt að það eigi hugsanlega að gefa þessa þætti út á DVD, ég veit að ég myndi reyna að kaupa þá þegar peningar leyfðu.

Fyrir þá sem vita ekkert hvað ég er að tala um þá fjölluðu þessir þættir um strákinn Esteban sem fer með spænskum landkönnuðum til Ameríku til að leita að Gullborgunum leyndardómsfullu, á leiðinni kynnist hann ýmsum persónum og uppgvötvar fjölmargt dularfullt. Í lok hvers þáttar voru fræðsluhorn um fornmenningarþjóðir Ameríku.
<A href="