The Rundown (2003) The Rundown (2003)

Leikstjóri: Peter Berg
Höfundur: R.J. Stewart(saga og handrit)

Leikarar:
Dwayne ‘The Rock’ Johnson (Beck)
Seann William Scott (Travis)
Rosario Dawson (Mariana)
Christopher Walken (Hatcher)

Lengd: 104 mínútur

IMDb einkunn: 6.5/10

— Fólkið —

The Rock er alltaf að fara hærra og hærra uppá stjörnuhimininn, alveg skiljanlega. Leikur hans er greinilega að skána og ef hann verður flokkaður eins og hinar hetjurnar, Arnold, Stallone, Van Damme og Seagal, að þá getur hann auðveldlega farið langtum ofar að mínu mati. Ekki nota þessa grein til að rakka þessa fjóra niður :).Bíð spenntur eftir að sjá frammistöðu hans í næstu mynd, Walking Tall.

Peter Berg, leikstjóri myndarinnar, þekkið hann nú betur sem leikara, t.d. sem Paulie Romano í Corky Romano, er ekki alveg nýsestur í leikstjórastólinn en er samt ennþá nýliði í þeim bransa. Hann leikstýrði einmitt líka Very Bad Things og hefur nýlokið við myndina Friday Night Lights sem skartar Billy Bob Thornton í aðalhlutverki.

Seann William Scott, ekki beint besti leikarinn í Hollywood en hann hefur verið virkilega heppinn með hlutverk, það eina sem virðist henta honum er að leika eitthverja fávita. Það er a.m.k. það eina sem ég hef séð. Hver veit, kannski er meira spunnið í hann. Rakst á eitt áhugavert þegar ég var að lesa IMDb Trivia um manninn:

“Auditioned for a role in director Cameron Crowe's ”Elizabethtown“ but lost out to Orlando Bloom.”
“Won the role of Kar in ”Bulletproof Monk“ after Heath Ledger dropped out.”

Þarna sést að hann er a.m.k. að reyna að fá öðruvísi hlutverk og ég var líka hissa á sjá að Heath Ledger reyndi að fá Bulletproof Monk hlutverkið, hefði verið skrautlegt held ég.

Ef þið kannist ekki við Rosario Dawson að þá ættuði að muna eftir henni úr Men In Black 2, sem Laura Vasquez. Fínasta leikkona.

— Umfjöllunin —

Beck er svokallaður ‘endurheimtari’ í myndinni, handrukkari þekkjum við betur, og í byrjun myndar er hann að endurheimta skuld frá NFL leikmanni, frekar háa og endar með því að hann þarf að berja flestalla í liðinu. Hann er svo sendur í annað verkefni af stjóranum, að ná í son hans, Travis, og koma með hann aftur. Það vill svo skemmtilega til að Travis er staddur í Amazon. Þegar Beck kemur þangað hittir hann Hatcher, sem stjórnar staðnum með harðri hendi og mikil þrælavinna í gangi. Verkefnið, sem Beck hélt að yrði auðvelt, reynist mun erfiðara en hann gat ímyndað sér.

The Rock stendur sig mjög vel sem Beck hér, bæði sem hasarhetjan og svo virkar húmorinn mjög vel hjá honum. Seann William Scott er svona pirrandi ‘all talk no walk’ karakter, sem fer honum vel. Christopher Walken getur ekki staðið sig illa í kvikmynd, ef hann hefur gert það látið mig vita. Hann er óvinurinn hér og þó hann sé ekkert hrikalega mikið í myndinni að þá á hann ávallt ákveðnar gulllínur eins og í öllum myndum hans. Þið ættuð að taka eftir því þegar þar að kemur. Svo eru það hasaratriðin…Rock er ávallt svalur þegar kemur að því að slást, og hér er byggt svolítið á því að gera hann svalan. Leikstjórinn hefði mátt slaka á með víranotkunina í þeim atriðum, menn eru fljúgandi út og suður en svo aftur á móti er það svalt á sinn hátt. Atriðin geta líka orðið aðeins of hröð og maður áttar sig stundum ekkert á hvað er að gerast og hver er að berja hvern. Staðsetning myndarinnar, Amazon skógurinn, er hressandi tilbreyting frá stórborgarmyndunum. Handritið er ekki beint bulletproof, mikill galli að maður veit nánast ekkert um bakgrunn Beck, og afhverju honum er illa við byssur og neitar að nota þær. Maður verður bara að muna að horfa á þetta með opnum hug, t.d. útaf því að flestir í þessari mynd, þó aðallega Beck og Travis, virðast þola hvað sem er, meira að segja kílómeters fall niður fjallshlíð. Ef ykkur er illa við þetta superhero stuff að þá skulið þið ekkert vera að eyða tíma í þessa. Þið hinir…..bíðið bara þangað til hann þarf að endurskoða álit sitt á byssum!

Svona yfir heildina litið er þetta alveg fínasta afþreying, hasarinn fínn, leikarar standa sig vel, sérstaklega The Rock, skemmtilegir karakterar(Beck, Hatchet og Manito) og húmorinn rennur vel með myndinni.

Gef henni ***/*****, hef ávallt gaman af vel heppnuðum grín/hasarmyndum.



Shagua