Ég kom inn á kvikmyndaáhugamálið í von um að sjá gagnrýnir um “The passion of the Christ” og “Cold Mountain”. Ég las tvær andstæðar greinar um The Passion en fann enga um Cold Mountain. Ég get ekki sagt að ég sé góður greinasemjari en ætla að gera mitt besta í umfjölluninni um “Cold Mountin” með Nicole Kidman, Jude Law og René Zellweeger í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Charles Fraizer.

Myndin gerist seint á nítjándu öld þegar miklir ófriðar- og þrælatímar voru í Bandaríkjunum. Þá var stríð milli Suður- og Norðurríkjanna, sorglegt stríð. Maður að nafni Inman barðist með Suðurríkjamönnum, nýbúinn að kynnast Adu og verður ástfanginn af henni. Þau hætta ekki að hugsa um hvert annað og hann flýr frá stríðinu en fleiri gerðu það líka. Hann er staðráðinn í að komast til Cold Mountain, til elskunnar sinnar og lendir í mörgum hrottalegum ævintýrum á leiðinni, en Ada reynir að halda upp búskap eftir lát föður síns með hjálp Ruby (René Zellweeger). og fara í gegnum hrottalega atburði saman.

Einn skemmtilegasti karakterinn í myndinni fannst mér Ruby, skondin og skemmtileg stelpa, hörð af sér og fyndin. Það vakti líka hrifningu mína að Jack úr The White Stripes leikur svolítið hlutverk í myndinni, sem Georgia.


Myndin er örlítið ógeðsleg á köflum, en ekkert sem flestir geta ekki höndlað. Hún er bara nokkuð góð fannst mér, en ég þyki mjög gagnrýnin á kvikmyndir.

“Cold Mountain” fær *** af **** frá mér.
Endilega segið ykkar álit.

Kær kveðja,
sweetbaby