Starsky & Hutch (2004) Starsky & Hutch (2004)

Leikstjóri: Todd Phillips
Höfundar: William Bling(persónur), Stevie Long(sagan), Todd Phillips(handrit) og John O'Brien(handrit)

Aðalleikarar:
Ben Stiller (David Starsky)
Owen Wilson (Ken Hutchinson)
Snoop Dogg (Huggy Bear)
Vince Vaughn (Reese Feldman)

IMDb einkunn: 6.4 (29.mars)

— Old times —

Eins og flestir vita í dag að þá er þessi mynd byggð á gamalli þáttaröð frá árinu 1975 þar sem Paul Michael Glaser(Starsky), David Soul(Hutch) og Antonio Fargas(Huggy Bear) léku aðalhlutverkin. Þessir leikarar áttu nú ekkert glæsilegan feril en hafa leikið í mörgum sjónvarpsmyndum, þess má til gamans geta að gamli Starsky leikstýrði einmitt The Running Man með Schwarzenegger'num sjálfum, ekki slæmt að hafa það á ferilskránni. Gamli Hutch hefur stærri feril en ekkert ýkja flottan, kannski af því að okkar kynslóð þekkir nú lítið af þessum gömlu myndum en það stærsta sem hann hefur gert fyrir utan allar þessar sjónvarpsmyndir var sennilega það að hann leikstýrði þó nokkrum seríum en sú frægasta er án efa Miami Vice. Huggy Bear hefur margar myndir á bakinu, ekki sjónvarpsmyndir þó, eða 37 talsins. Eina hlutverkið sem ég man eftir honum í var Old School í Don't Be A Menace, þeir sem hafa séð þá mynd ættu að vita hver það var. Hér endar fróðleiksmoli fortíðarinnar.

— Umfjöllun —

Owen Wilson og Ben Stiller eru nú ekki að leika saman í fyrsta skipti og vonandi ekki það síðasta, það muna nú allir eftir Zoolander(ef ekki, drífa sig).
Ben Stiller er svo sannarlega búinn að festa sig í sessi í Hollywood sem einn allra besti grínleikarinn og þetta virðist bara vera nýfarið af stað hjá honum, Meet the Fockers er t.d. á leiðinni.
Owen Wilson er líka búinn að fá góð hlutverk undanfarið, t.d. Roy O'Bannon í Shanghai Noon og Knights, og miðað við hvað hann hefur verið stutt í bransanum að þá er hann nú þegar kominn með glæsilegan feril, endilega kíkið á imdb.com og skoðið.
Snoop Dogg er með frekar lélegan feril finnst mér a.m.k. en hann á tvær góðar myndir á bakinu, Training Day og Starsky & Hutch auðvitað. Hrikalega lítið hlutverkið í Training Day en hlutverk í stórri mynd engu að síður.

Varðandi myndina sjálfa :), að þá er þetta ekki beint nýjasta grínformúlan þarna á ferðinni, þetta er um tvær löggur sem er illa við hvora aðra en fara svo að vinna vel saman og verða vinir á endanum, mjög typical ekki satt, en hér gengur hún fullkomlega upp og hvert atriðið á fætur öðru fær mann til að skella upp úr eða brosa a.m.k.. Ótrúlegt en satt að þá er þetta fyrsta sagan fyrir kvikmynd sem Stevie Long hefur skrifað(skrifaði þáttaröðina ?Mind of the Married Man?) en handritið skrifaði Todd Phillips en hann er orðinn ágætlega reyndur leikstjóri(Old School og Road Trip).

Myndin byrjar úti á sjó á snekkju illmennisins Reese Feldman (Vince Vaughn) þar sem hann skýtur aðstoðarmann sinn fyrir að hafa brugðist honum í kókaín smygli. Líkinu af honum rekur að landi og taka nýskipuðu félagarnir Starsky & Hutch að sér málið. Þeir nota ansi skrautlegar rannsóknaraðferðir og eru ansi góðir í því að fá lögreglustjórann upp á móti sér. Þegar Hutch vantar upplýsingar um það sem er að gerast í glæpaheiminum leitar hann ávallt til Huggy Bear. Hann segir þeim að risakókaín viðskipti séu að fara að eiga sér stað og alltaf fara þeir að gruna Reese Feldman meir og meir. Þar sem að mér sjálfum finnst ekkert voðalega sniðugt að segja mikið frá myndinni sjálfri að þá get ég bara sagt ykkur að uppúr þessari rannsókn hefst heljarinnar húllum-hæ(já ég sagði þetta) þar sem húmor í sérflokki. Leikurinn er mjög góður í þessari mynd og Snoop Dogg pirraði mig ekki eins mikið núna og hann hefur gert áður, er bara kominn með ágætis álit á manninum. Ég held að það sé hægt að hlæja að nánast öllu sem Ben Stiller gerir í myndinni og auðvitað má ekki gleyma því að Carmen Electra og Amy Smart(Rat Race, The Butterfly Effect) eru með ágætis hlutverk í myndinni, klappstýrur sem Starsky & Hutch höstla eins og þeim einum er lagið.

— Niðurstaða —

Hörku góð mynd hér á ferðinni, mikið af frábærum húmor, flottum atriðum og nokkrum flottum gellum og svo má ekki gleyma góðu leikaravali. Mæli með þessari fyrir alla sem vilja sjá hörku góða grínmynd. Tvímælalaust 800 króna virði.

Gef henni ***+/*****

ATH! Ef þið hafið enn ekkert séð úr myndinni að þá skulið þið passa ykkur á því, skemmdi fyrir mér nokkur atriði að vera búinn að sjá þennan bölvaða trailer.



Shagua