Teenage Mutant Ninja Turtles (1990) Teenage Mutant Ninja Turtles (1990)


Leikstjóri: Steve Barron
Höfundar: Kevin Eastman og Peter Laird eru höfundar TMNT en Bobby Herbeck skrifar þessa sögu.

Aðalleikarar:
Judith Hoag (April O'Neill)
Elias Koteas (Casey Jones)
David Forman/Brian Tochi (Leonardo)
Leif Tilden/Corey Feldman (Donatello)
Josh Pais/Kenn Scott (Raphael)
Michelan Sisti/Robbie Rist (Michaelangelo)

ATH. að nöfnin aftan við skástrikin eru raddir skjaldbakanna :)

IMDb einkunn: 5.5 af 10

— Inngangur að myndinni —

Ég virðist vera kominn í eitthvern comic/game bíómyndafíling og þið megið alveg búast við fleiri slíkum greinum frá mér. Ég ákvað í gær að kíkja á þessa mynd aftur og horfa á hana með critics eyes. Hver veit nema ég kíki ekki bara á alla trilógíuna og komi með álit mitt hér á þeim öllum.

Þessi mynd fjallar um þessar unglingsskjaldbökur, Leonardo, Donatello, Raphael og Michaelangelo, og meistara þeirra Splinter. Mikil glæpaalda ríkir í New York vegna þessa gengis sem Shredder er búinn að byggja upp, The Foot, sem ræna öllu því sem þeir mögulega geta og hafa fengið góða þjálfun í að láta sig hverfa aftur. Lögreglan hefur enga stjórn á málinu og hin fagra fréttakona April O'Neill er ávallt að koma lögreglustjóranum í vandræði með sínum spurningum og fréttaflutningum. Eitt kvöldið þegar April er að fara úr vinnunni rekst hún á The Foot og ákveða þeir að reyna að ná henni en þá er hann Raphael á staðnum og gengur frá þeim. Raphael hinsvegar missti einn Sais?inn sinn(held að vopnið hans heiti þetta) og April tekur hann. Raphael vill auðvitað fá hann aftur. Nú eftir að hún hefur séð The Foot að þá vill Shredder að það verði þaggað niður í henni. Gengið ræðst á hana í lestarstöð og þar sem Raphael hafði verið að elta hana að þá bjargar hann henni og fer með hana niður í holræsin, og The Foot sjá hvar heimili þeirra er. Splinter fer þá að útskýra fyrir April hvernig þeir urðu allir til og þegar hún róast niður að þá verða þau góðir vinir. Skjaldbökurnar eyða svo einu kvöldi heima hjá henni og þegar þeir snúa aftur hefur Splinter verið rænt. Þannig hefst svo atburðarrásin fyrir alvöru.

— Umfjöllun —

Liðið sem vann að myndinni fékk 13.500.000 Dollara til afnota og finnst mér peningunum alveg ágætlega eytt. Myndin hefur halað inn 135.000.000 Dollara og þá erum við bara að tala um USA. Því miður fann ég ekki upplýsingar um worldwide gross. Einu verðlaunin sem hún fékk var fyrir tónlistina frá John Du Prez á BMI Film Music Awards. Þetta eru ekki beint virðulegustu verðlaun sem hægt að fá, í raun bara viðurkenning. Rúmlega 10 myndir á ári fá þessa viðurkenningu. Jæja nóg um þessa skitnu viðurkenningu.

Mér líkar vel við þessa mynd, mennirnir sem tala fyrir Turtles og Splinter standa sig með prýði og leikararnir alveg fínir líka miðað við að þessir búningar voru nokkuð þungir. Þeir hefðu verið gerðir betur í dag en þeir pirra mann aldrei. Myndasögurnar hef ég nú ekki lesið en ég veit að þær eru frekar dark og svona meira brutal sögur þar. Ég tel mig geta sagt að þetta sé með þeim best heppnuðu myndum byggðar á myndasögum/teiknimyndum. Hún svipar meira til teiknimyndanna og þar með til yngri kynslóðarinnar en ég held samt að myndasöguaðdáendurnir hafi alls ekkert verið svekktir því þessi mynd hefur uppá margt að bjóða. Sum atriðin í henni eru dökk, tilfinngar koma fram, aðallega með Raphael, öskrar hástöfum við hvarf Splinter og svo þessi dark alley atriði. Tónlistin er líka góð, drungaleg á köflum og svo koma þessi öflugu 80's hip hop lög inn á milli. Húmorinn kemur alveg fínt í gegn í myndinni svosem, hló nú samt ekki jafn mikið núna og í gamla daga. Bardagaatriðin í myndinni eru mjög fín, vel samansett og skjaldbökurnar virðast mjög natural að berjast, enginn silagangur þrátt fyrir búningana eða annað slíkt. Casey Jones er náttúrulega mjög svalur með sína hokkíkylfu og Elias Koteas leikur hann mjög vel. Svo er það Shredder sjálfur, hann á góða innkomu í myndinni og með betri vondum köllum sem maður sér. Illskan skýn í gegn.

Nú svo að maður minnist nú á handritið líka að þá verð ég segja að það sé mjög vel skrifað. Þó nokkrir one-linerar til staðar, sumir alveg ágætir og t.d. þegar Shredder birtist í lokabardaganum að þá kemur þetta:
Leonardo: “Can anyone tell me who or what this is?”
Michaelangelo: “Don't know, but I guess it never has to look for a can opener.”
Ótrúlegt lína, ekki satt?

Eftirminnilegustu atriðin í myndinni eru án efa flashback atriðin þegar Splinter er að segja söguna af upphafi sínu og skjaldbakanna, það er svo hryllilega fyndið að sjá þessar ‘rosalegu brellur’ sem voru notaðar.

Svona að lokum að þá vil ég bara segja að þeir sem hafa ekki horft á hana síðan þeir voru krakkar að ná sér í myndina og gá hvort þið getið ekki haft gaman af henni aftur. Fínasta skemmtun, húmor, slagsmál, fullt af vondum köllum og fín tónlist.

Gef henni ***/***** fyrir að geta skemmt mér enn þann dag í dag.
Þakkir eins og alltaf til IMDb fyrir helling af upplýsingum.


Shagua