Mortal Kombat: Annihilation (1997) Mortal Kombat: Annihilation

LEIKSTJÓRI:
John R. Leonetti
AÐALLEIKARAR:
Robin Shou, James Remar, Talisa Soto, Sandra Hess, Brian Thompson.

IMDb einkunn: 3.1/10 ? Ekki slæmt :)
—–

Hér er um að ræða framhald Mortal Kombat, sem var nú alveg ágætis mynd fannst mér(segir margt kannski um minn smekk). Fyrri myndin endaði, eins og flestir vita vonandi, á því að Shao-Kahn sýndi sig og virtist ekki ætla að leyfa jarðarbúum að lifa lengi í friði. Myndin byrjar með innkomu Shao-Kahn og föruneytis hans og tilkynna þeir Rayden og félögum það að heimur þeirra eins og þeir þekkja hann sé senn á enda, og þar með upphefst barátta góðs og ills alveg upp á nýtt… :)

Ég vil endilega byrja þetta á góðu nótunum og koma ?báðum? kostum myndarinnar frá strax.

Það sem margir Mortal Kombat spilendur vildu ábyggilega sjá í þessum myndum voru hinir fjölmörgu karakterar leikjanna og það býður þessi mynd svo sannarlega uppá. Ég skal telja upp þá sem birtast;

Hinir góðu(Liu Kang, Lord Rayden, Jax, Sonya Blade, Johnny Cage, Nightwolf, Princess Kitana, Sub-Zero)
Hinir slæmu(Shao-Kahn, Motaro, Queen Sindel, Sheeva, Jade, Cyrax, Scorpion, Noob Saibot, Rain, Baraka, Smoke, Milena).

Eins og þið sjáið að þá eru ansi margir sem koma við sögu, en þó mismikið og sumir nánast ekkert. Persónurnar eru lítið sem ekkert kynntar, alls engin persónusköpun í myndinni, kannski brjálæði hjá þeim ef þeir hefðu reynt að fara út í það. Það sem ég hafði mest gaman af var að sjá Baraka in action, en hann var einn uppáhalds karakterinn minn í Ultimate Mortal Kombat 3 í hinni frábæru Sega tölvu. En nú er komið að ‘seinni’ kost myndarinnar en það er einmitt tónlistin í myndinni. Lögin í myndinni gera manni nokkurn veginn kleift að klára að horfa á myndina, hver elskar ekki Mortal Kombat þemuna, ha? Lunatic Calm, Rammstein, George S. Clinton, The Immortals, Future Sound of London og margir fleiri eiga lög á þessum flotta disk og hjálpa þau virkilega til með að gera bardagaatriðin flott. En þá eru kostirnir afgreiddir og kominn tími á að henda sér út í gallana.

Leikurinn: Afar slakur, sá eini sem á góða stund í myndinni var Robin Shou(Liu Kang). Auðvitað saknaði maður Christopher Lamberts'. Hann er hinn eini sanni Rayden, James Remar tók við hlutverkinu og mér finnst hann standa sig frekar illa. Horfið vel á bardaga hans við Reptile?in í seinni hluta myndarinnar, að mínu mati eitt fyndnasta atriði myndarinnar. En svona að lokum að þá skilur maður vel að flestir leikararnir hafi ekkert verið að standa sig vel, það var hent ansi lélegu handriti í hendurnar á þeim.

Tæknibrellur: Mjög hressandi að horfa á tæknibrellurnar í þessari mynd. Ekki oft sem maður sér svona mikið af brellum í einni og sömu myndinni, hvað þá svona low budget mynd. Verst hvað þær voru hryllilega illa gerðar. En ég held að þeir í FX liðinu hafi staðið sig ágætlega miðað við peningana sem þeir fengu. Það eina sem mér fannst ekki ?over the top? var hvernig guðirnir voru gerðir.

Bardagaatriðin: Mörg þeirra voru nú ekki uppá marga fiska en þá eru nú nokkur sem eru alveg ágæt. Þess má til gamans geta að Robin Shou(Liu Kang) er bardagahöfundur myndarinnar einnig. Ef ég á að nefna þau 2 sem mér fannst standa upp úr að þá myndi ég segja Sonya og Jax gegn Cyrax, sýruvélmenninu og svo kannski Liu Kang gegn Baraka.

Sviðsmynd: Ég hugsaði mig aðeins um með þetta og kannski á þetta skilið að fara í kostina, því ágætlega mikið virðist hafa verið lagt í sviðsmyndina en það sem dró þetta niður var að hún var ekki alveg nógu vel gerð. Hún var mjög fjölbreytileg og í Mortal Kombat andanum og þessvegna set ég þetta í hlutlausan flokk.

Eftirminnilegustu atriðin: Án efa Animality atriðið í endann og bardagi Rayden við Reptile?in. Með þeim fyndnari stunt atriðum sem ég hef séð. Ég er auðvitað ekki að tala um að þetta séu þau bestu, aðeins þau eftirminnilegustu.



Lokaniðurstaða:
Þetta er svo sannarlega afþreying og gamanmynd með meiru. Hún býður spilendum Mortal Kombat uppá að sjá marga karaktera in the flesh en fyrir þann sem er ókunnugur Mortal Kombat skal hann ekki einu sinni pæla í þessu. Leikurinn slappur, handrit virkilega lélegt, bardagaatriðin hefðu mátt betur fara ásamt tæknibrellunum. Tónlistin og gamli Mortal Kombat fílingurinn hífa hana upp. Ef þið eigið leið uppá leigu að leita að gamalli mynd að endilega skoðið þessa svo að þið vitið hvað ég er að tala um.

Sem Mortal Kombat spilari gef ég þessari mynd **/*****.



Með von um að sem flestir kvikmyndaáhugamenn sjái sér fært að horfa á fleiri cheap sequels…

Kveðja, Shaguar.