Nýlega las ég grein á netinu þar sem sagt var frá ákvörðun kvikmyndafyrirtækisins Universal um að dreifa ekki kvikmyndinni “House of 1000 Corpses” sem Rob Zombie leikstýrir vegna mikils ofbeldis. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er ekki að ég sé spenntur fyrir þessari mynd heldur blöskraði mér orð forstjóra Universal Stacy Snider. Hún var spurð afhverju Universal dreifði myndinni “Hannibal” en ekki “House of 1000 Corpses”.

Orðrétt svaraði hún:
“The difference is all about tone. Hannibal is clearly theatrical and based on a popular book that's part of our mainstream culture. The conceit of Rob´s movie, which has no recognizable stars, is that´s it´s not a fantasy. It could be real and that´s what makes it more upsetting. I can tell ”Hannibal“ is a fantasy because when watch Anthony Hopkins or Ray Liotta, I know I´m going to see them in ”People“ magazine next week. But with Rob´s movie, I was concerned that there was just an uber-celebration of depravity.”


Hvað er að Bandaríkjamönnum. Samkvæmt orðum hennar veit hún ekki að hún sé að horfa á bíómynd ef það eru engar kvikmyndastjörnur í myndinni. Hvernig gat þessi manneskja orðið forstjóri Universal? Þetta er móðgun við kvikmyndaáhugamenn. Ef það eru kvikmyndastjörnur í mynd þá má gera hvað sem er en annars ekki. Mér líst ekki á þessa þróun. Oliver Stone lenti í sömu aðstöðu með Warner Bros með mynd sína “Natural Born Killers” fyrir nokkrum árum og þurfti að sýna hana klippta. Leikstjórinn á að ráða og enginn annar. Afskiptasemi kvikmyndafyrirtækjanna er hreint óþolandi. Reyndar er orðrómur í gangi að New Line Cinema ætli að dreifa “House of 1000 Corpses” og ef það reynist rétt þá er það gott mál en þegar tekið er saman eru þessi mál ekki í góðu lagi.