Robocop, half machine, half man. Hver man ekki eftir Robocop. Án efa flottasta vélmenni fyrir utan Svartanagginn. Fyrsta myndin var auðvitað algjör snilld og númer tvö var bara fín afþreying en númer 3 var hreinasti úrgangur. Skrýtið, sérstaklega þar sem enginn annar en Frank Miller skrifaði handritið og er hann með betri sögumönnum sem ég hef kynnst. Hann einn náði að endurlífga Batman á sínum tíma í teiknimyndunum. Alla vega, nú á víst að fara að gera 4 sjónvarpskvikmyndir með þessum vélkalli, já fjórar. Þvílíkur hryllingur segi ég sérstaklega þar sem sjónvarpsseríurnar sem voru gerðar eftir bíómyndum voru ömurlegar hreint út sagt. En fyrir þá sem hafa áhuga þá er víst hægt að kíkja á Trailer <a href="http://www.robocop-pd.ca/trailers/index.html">hér</a
[------------------------------------]