Lengi hafa þeir sem hafa ekki haft sig út í það að kaupa af netinu leitað ráða hér hjá þeim sem eru vanir, aftur á móti ætla ég að vara við ákveðinni netbúð.

20. Janúar pantaðí ég mér fjórar myndir frá DeepDiscountDVD sem hafa ávallt verið þekktir fyrir góð verð og yfirleitt góða þjónustu.

Ekkert gerist í viku en loks 28. Janúar er pakkinn sendur á leið til mín. Ég hef aldrei lent í því að þurfa að bíða í viku eftir að verslun kemur pakka út úr vöruhúsinu þegar allir diskarnir eru ‘In Stock’.

Mánuður líður og ekkert sést af pakkanum mínum þannig að ég sendi þeim mail og spyr hvað sé í gangi… vika líður án svars en loks svara þeir mér og segjast endurgreiða en vilja ekki viðskipti mín framar.

-

Ég hef aldrei lent í annari eins vitleysu, og þar sem ég panta mér þónokkuð oft og er þetta í fyrsta skiptið sem ég lendi í veseni þá efast ég um að margir aðrir hafi lent í einhverju álíka.

Margir hafa víst hvartað útaf þessum málum hjá bæði DDD og DVDSoon en þið getið heyrt aðrar reynslusögur á www.thedvdforums.com

Passið ykkur á www.deepdiscountdvd.com og einnig www.dvdsoon.com

Svona mál er annars ekkert sem á að hræða fólk frá því að panta af netinu þar sem það er orðið eins öruggt og að versla hvar annars staðar. Ágætt er að halda sig við verslanir sem maður getur treyst, eins og Play - DVDPacific - R1dvd - Amazon …osfv

Ef einhverjir aðrir hafa lent í slæmum málum með DVD pantanir má endilega segja frá því hér fyrir neðan.