Þessi grein inniheldur spoiler-a. Ef þú átt eftir að sjá þessa ömurlegu mynd þá mæli ég með því að þú lesir greinina ekki - en ég skal bara segja eins og er: Þú sparar þér 800kr. + nammi, ef þú lest greinina og sleppir að fara á þessa mynd - en þú ræður auðvitað.

Ég kem mér beint að efninu, þessi mynd er hræðileg. Ég fékk 8. boðsmiða á þessa kvikmynd og seldi 7 stykki á 500kr. p. miða - ég fékk vægt samviskubit þegar ég sá hvað þetta var ömurleg mynd, ég hefði átt að gefa miðana eða borga fólki fyrir að taka við þeim. Myndin fjallar um Ford og mótorhjóla vini hans. Ford fór fyrir 6 mánuðum til Tælands vegna þess að glæpagengi var á eftir honum og skildi því kærustu sína eftir án þess að gefa henni einhverja viðvörun um málið. Ford snýr svo til baka, til að ganga frá málunum, og vill fá kjéllinguna sína aftur - það er hins vegar ekki auðvelt, þar sem hún elskar hann ekki lengur.

Henry, foringi glæpagengisins, er á eftir Ford vegna þess að Ford tók til geymslu fyrir hann tvö mótorhjól sem innihéldu helling af eiturlyfjum. Strax og Ford kemur í gamla bæinn byrjar ‘stuðið’. Hann lemur nokkra menn og svo fleiri menn þartil að Æs Kjúb og gengið hans koma að honum og lemja hann. Junior, litli bróðir Æs Kjúbs, er alltaf að koma sér í vandræði og eitt skiptið ræðst hann á Ford. Þá sér Henry sér góða leið til að koma Ford fyrir kattarnef og drepur Junior. Æs Kjúb heldur þá að Ford hafi drepið hann og byrjar að elta Ford, í þeim tilgangi að drepa hann.

Ford og mótorhjólavinir hans fara þá í felur og smygla sér í allskonar faratækjum til L.A. og ætla þar að tala við löggumanninn McPherson um Henry og hans mál. Þeir tala fyrst við Æs Kjúb og segja honum hvað gerðist og hann trúir þeim næstum því. Síðan mætir McPherson, en þá kemur í ljós að McPherson er með Henry í liði og hafa þeir beðið í hálft ár eftir Ford KOM ALVEG ÓTRÚLEGA Á ÓVART. Ég meina, hvernig finnur þetta fólk, sem gerir handritið fyrir svona myndir, uppá þessu rugli? Er það á einhvers konar lyfjum sem gera þeim fært að rugla bara og svo gefa þau framleiðandanum sama lyf og hann samþykkir þessa steypu?

Allavega, McPherson ætlar að drepa Ford og Æs Kjúb en þá hafpi Ford séð við honum með því að festa sprengjuefni við hljólin sem allt dópið var inn í. McPherson verður þá reiður og segir “meet my friends”, eða eitthvað álíka asnalegt og ófrumlegt, og Henry og co. koma inn. Þetta blessast síðan allt með svakalegum eltingaleik þar sem fólkið hoppar milli mótorhjóla á 200km hraða.

Ég veit að þessi ‘gagnrýni’ skemmir myndina fyrir þér, en vertu bara ánægður - hún er ekki léleg, hún er hræðileg!

- Allt sem kemur fram er MITT álit.

Kveðja,
Hrannar Már.