Í nýlegu viðtali var Brad Pitt spurður um það hvort hann myndi vilja vinna aftur með David Fincher(Se7en, Fight Club). Hann svaraði “ Oh Yes in a heartbeat” síðan sagði hann að Fincher hefði beðið sig um að leika í mynd sem á að heita Kitchen Confidential. Í Fight Club lék pitt Tyler Durden, anarkisti sem vann sér inn pening sem þjónn á veitingahúsi og hrelldi gestina á veitingahúsinu með líkamsúrgangi. Fincher hefur greinilega fílað Pitt í þjónabúningnum því þessi nýja mynd er einmitt um þjón í New York. Hún er lauslega byggð á bók eftir kokkinn Anthony Bourdain sem var kokkur hjá fræga fólkinu í New York. Meira veit ég ekki um innihald myndarinnar en ég vona að þessi Anthony hafi gert eitthvað svívirðilegt við mat fræga fólksins:)
Se7en er ein af uppáhaldsmyndum mínum ásamt Fight Club og það virðist sem þessir tveir snillingar geti ekki gert lélega mynd saman. Því bíð ég spenntur eftir þessari mynd, en Fincher er nánast að verða búinn með Panic Room og svo ætlar hann kannski að gera seinni heimsstyrjaldarmyndina Fertig.
“wanting people to listen you cant just tap them on the shoulder, you have to hit them with a sledgehammer, and then you realize you´ve got their strict attention”- John Doe (Se7en)

Cactuz-