Hvers má vænta? Langtum liðið frá minni síðustu grein hér á kvikmyndir.

Eins og vænta mátti var 2003 ágætis Hollywood ár. Eftir þónokkur vonbrigði frá þeim Wachowski bræðrum sannaði Peter Jackson hinsvegar að það er hægt að gera hinn fullkomna þríleík og er nú kominn í hóp með Francis Ford Coppola og George Lucas. Pixar
stóðu við sitt og bættu enn einni perlu í gullfallegt safn þeirra sem þeir hafa unnið undanfarin ár í samstarfi við Disney. Samstarf Disney og Pixar rann þó sitt skeið með þessari mynd og er það potential áhyggjuefni. Bill Murray var loks óskarstilnefndur og þótt fyrr hefði mátt vera. Að vísu sjá eflaust morðóðir Stallone/Seagal aðdáendur lítið í <a href="http://www.imdb.com/title/tt0335266/“>Lost in Translation</a> en að mínu mati er hún meistaraverk.

En ástæðan fyrir að ég skrifa þessa grein er að ég ætla að segja frá nokkrum af þeim myndum sem mér finnst vera ‘must-see’ fyrir árið 2004.

<b><a href=”http://www.imdb.com/title/tt0335345/“>The Passion</a></b> (Mel Gibson)

Það er erfitt að gera stórmynd um bíblíuna og menn þurfa helst að vera mjög fífldjarfir til þess og búast við harkalegum mótmælum heittrúaðra. Þessu kynntist Martin Scorsese þegar hann gerði <a href=”http://www.imdb.com/title/tt0095497“>The Last Temptation of Christ</a> og þessu er Mel Gibson svo sannarlega að kynnast í sinni þriðju mynd sem leikstjóri. Raddmiklir gyðingar um allan heim vilja stöðva þessa mynd því þeir telja að hún muni ýta undir gyðingahatur þar sem Kristur er krossfestur af stjórnvöldum gyðinga í henni. Þeir vilja einnig meina að myndin sé full af sagnfræðilegum mistökum. Mel Gibson ásamt mótmælendum og kaþólikkum vilja þó meina að túlkun myndarinnar sé hárnákvæm Nýja-Testamentinu. Vatikanið gaf út þá yfirlýsingu um jólin að Páfinn hefði séð myndina og gefið henni blessun sína. Sökum þessa ágreininga hefur myndin ekki fundið neitt stúdíó sem þorir að sýna hana, sem hlýtur að teljast ótrúlegt þar sem sjálfur Mel Gibson á í hlut.

Myndin fjallar um síðustu tólf klukkutíma í lífi Jesú Krists áður enn hann varð krossfestur á sem nákvæmasta og myndrænastan hátt. Það sem er svo frábært við þessa mynd er að hún er öll töluð
á Hebresku og Látínu en ekki ensku.
Sýnihornið segir meira en mörg orð um hvernig þessi mynd verður.
<a href=”http://www.apple.com/trailers/newmarket/thepassi onofthechrist.html“>Trailer</a>

<b><a href=”http://www.imdb.com/title/tt0332452“>Troy</a></ b>(Wolfgang Petersen)

Hinn áður óþekkti Orlando Bloom hefur svo sannarlega notfært sér Hringadróttinsmyndirnar sem stökkpall og fær nú hvert stórhlutverkið á fætur öðru. Nú leikur hann við hlið Brad Pitt í ‘Troy’. ‘Troy’ er byggð á einu mesta listaverki bókmenntanna fyrr og síðar. Ilónskviða og Ódysseifskviða ('Illiad' og ‘Odyssey’)
var skrifuð í bundnu máli af gríska ljóðskáldinu Homer sem er talinn hafa verið uppi 700-800 fyrir Krist. Flestir ættu að vera kunnugir Trójustríðinu sem gerðist um 1200 fyrir Krist. Í stuttu máli sagt er drottningu Spörtu, Helen(Diane Kruger), rænt af prinsinum af Troy, Paris (Orlando Bloom), og þar með hefst Trójustríðið með Achilles (Brad Pitt) í broddi fylkingar fyrir her Grikka. Aftur segir <a href=”http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_type =trailers&page=view&id=485“>trailerinn</a> meira en mörg orð.

Af öðrum myndum má nefna

<b><a href=”http://www.imdb.com/title/tt0346491“>Alexander< /a></b> (Oliver Stone)
Svo við höldum okkur við sagnfræðina þá eigum við bráðlega von á trailer frá Oliver Stone en hann er að leikstýra mynd um engan annan en Alexander the great og heitir hún einfaldlega ‘Alexander’.

<b><a href=”http://www.imdb.com/title/tt0304141/“>Prisoner of Azkaban</a></b> (Alfonso Cuarón)

Warner Brothers losnuðu sig loks við Chris Columbus og mun Alfonso Cuarón taka við nýju Harry Potter myndinni. Eftir að hafa séð <a href=”http://www.imdb.com/title/tt0245574“>Y tu mamá tambíen</a> ber ég miklar væntingar til Alfonso Cuarón sem ólíkt forvera sínum er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir.
<a href=”http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_type =trailers&page=view&id=482">Trailer</a>


Stafsetni nga- og málfræðivillur afþakkaðar.