MH-Mínímyndafestival Miðvikudaginn 11. febrúar hefst hið vonandi bráðum árlega MH mínimyndafestival, sem vonandi mun á næsta ári hafa fest sig í sessi sem ein af fremstu festivölum landsins á vegum cult og neðanjarðarmynda.

Á opnunardegi festivalsins verða sýndar tvær merkustu kvikmyndir Blaxploitationtímabilsins, annars vegar hin umdeilda Superfly (1972) og hins vegar hin heimsþekkta Shaft (1971).
Báðar þessar mynda teljast til helstu stórverka 70's kvikmyndanna, enda má vart finna þann mann sem ekki kannast við þemur beggja mynda.

Miðvikudagur
1. Í Superfly kynnumst við kókdílernum Youngblood Priest sem hefur nýlega áttað sig á að leið hans liggur á tvo staði, fangelsi eða gröfina. Hann þarf einn síðasta díl til að komast út, en mafían er ekkert á þeim buxunum að sleppa af honum kaldri hendinni.

Soundtrackið hans Curtis Mayfield og ofursvalir pimparnir einir hafa gert þessa mynd að must-see. Þess má geta að KC, alvöru pimp frá Harlem ljáði Cadillac Eldorado Pimpmóbílinn sinn til myndarinnar.

2. Shaft fjallar um einkaspæjarann John Shaft, sem lendir upp á kant við The Black Crime Mob, The Black Nationals og að lokum við The White Mafia. Með kjaftháttinn, kúlið og pístóluna að vopni tekst hann óhræddur á við þessar hættur, þó enginn skilji hann nema hans ektakvinna.
Óumdeilanlegur hápunktur Blaxplotationtímans, ef þú ætlar að sjá eina slíka, þá er það þessi.

Fimmtudagur
Draugamyndir hafa komist aftur í tízku, og er það vel. Því miður virðist þó vera að eintómar kerlingar og mtv-hórur sitji við taumana og því ekki úr vegi að enda Míní-Mynda-Festivalið á því að sýna bestu draugamynd allra tíma The Changeling frá 1980.
Myndir eins og Changeling eru vandfundnar, jafnvel sama sem ófáanlegar. Hún byggir spennuna ekki á þúsundum lítra af blóði, hávaða, keðjusögum eða megasnörpum MTV-klippingum, heldur á góðum leikurum, þéttri sögu sem heldur ekki aðeins vatni heldur væri hægt að grunna hús á, og stemmningu sem ekki hefur fundist síðan í kvikmynd.

Tónskáldið John Russell verður fyrir því óhappi að kona hans og dóttir verða fyrir bíl og láta lífið. Hann flýr fyrra heimili sitt og festir kaup á gömlu setri í smábæ, en það líður ekki á löngu fyrr en hann fer að heyra dularfull hljóð ofan af efri hæð hússins…

Meira ætla ég ekki að gefa upp um plottið, en klikka út á því að segja að þetta er besta draugamynd sem undirritaður hefur séð, og hef ég þó séð þær margar. Þetta er ein af fáum myndum sem mér verður hugsað til á vetrarkvöldum og finn ískaldan hroll renna niður bakið af einskærum hryllingi.

Verð á hvort kvöldið er 200 krónur fyrir NFMH-inga, en 350 fyrir aðra.

Sýning á Blaxploitationkvöldinu þriðjudaginn 11. febrúar hefst klukkan 20:00, en á Changeling miðvikudaginn 12. febrúar klukkan 21:15. Ekkert hlé er gert á myndunum, og ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. Sérstaklega ekki á Changeling.

Vonandi sjáumst við sem flest,

Atli Viða