Jæja, mér langaði bara að nefna nokkrar myndir sem ég bíð hvað spenntastur eftir. Þessar myndir eru fæstar komnar í bíó, þó eru nokkrar komnar í bíó í USA og örugglega eru einhverjar hetjur sem hafa náð í þessar á netinu en það skiptir ekki.


Shrek 2.
Fyrri myndin er meistaraverk í alla staði og ég get ekki beðið eftir nýju myndinni, þar sem þau giftast og þau fara að hitta foreldra Fionu(Diaz), en þau hafa ekki hugmynd að dóttir þeirra sé tröll. Og auðvitað er asninn ekki langt undan.
*Shrek 3 er í vinnslu og þar er Shrek orðinn riddari hringborðsins.

The Incredibles.
Þessi mynd er um súperhetjufjölskyldu en ég hef reyndar lítið heyrt um hana. Leikarar eins og Samuel L. Jackson, Holly Hunter og Brad Bird ljá hetjunum raddir sínar. Þegar ég sá sýnishornið úr myndinni hló ég eins og brjálæðingur og ég get ekki beðið eftir að sjá þessa mynd.

Troy.
Mynd sem ég get ekki beðið eftir. Brad Pitt, Eric Bana og Orlando Bloom fara með aðalhlutverkin í þessari stórmynd. Myndin fjallar um stríðið milli Grikkja og Trójumanna sem stóð í 10 ár, og fléttuna sem olli stríðinu.

Kill Bill Vol.2.
Framhaldið af Kill Bill Vol.1 (duh). Quentin Tarantino klikkar aldrei. Það vita allir söguþráðinn í þessari mynd svo ég ætla ekkert að tala meira um hana.

Master and Commander: The far side of the world.
Ævintýramynd með Russel Crowe í fararbroddi. Ég er að vonast eftir flottum skipabargögum og þessi mynd er tilnefnd til Óskarsverðlauna svo ég hef sett mínar væntingar hátt upp.

Mystic River.
Clint Eastwood leikstýrir hérna úrvals leikarahóp sem samanstendur af Sean Penn, Tim Robbins ,Kevin Bacon og Laurence Fishburne. Þrír æskuvinir hittast þegar dóttir eins er myrt, Bacon leikur löggu sem rannsakar morðið, hann verður að hafa hraðar hendur því faðirinn er í hefndarhug. Þessi mynd fékk 6 Óskarstilnefningar þar á meðal fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besti leikari í aðal(Penn) og aukahlutverki(Robbins).

Boondock Saints: All Saint’s Day.
MacManus bræður snúa aftur eftir þrjú ár í felum og í þetta skipti hefur einn MacManus bæst við, faðir þeirra er mættur á svæðið. Fyrri myndin er ein af mínum uppáhaldsmyndum og ég býst ekki við minna af þessari. Einhverjir eru hræddir að þessi mynd verði Hollywood sýkt en ég bara neita að trúa að þessi mynd verði flopp.

Aðrar myndir sem ég tel vert að nefna : Alexander(Oliver Stone), Oceans 12(Steven Soderbergh), Niceland(Friðrik Þór), Kaldaljós(Hilmar Oddson), Ladykiller(Joel Cohen) og The Village(Shyamalan)
Ég gæti reyndar lengi talið upp meira en ég ætla láta staðar numið hérna. Það eru örugglega einhverjar myndir sem ég er að gleyma en ég held að þetta sleppi.
Endilega komið með ykkar lista. Og Gagnrýnið endilega greinina(ef þetta verður samþykkt).


Góðar stundir.
F4nn4r.