X-Men 2  2-Disc Special Edition Ég ætla svona aðeins að fjalla um þessa frábæru mynd X-Men 2,og DVD diskinn.


Myndin sjálf er eins og flestir um “ofurhetju hópinn” X-Men.
Í X-Men 2 : X-Men United, er söguþráðurinn mjög flottur.
Eftir að stökkbreytingur ræðst á forseta Bandaríkjanna, leyfir forsetinn honum William Stryker (Brian Cox), sem hefur sérstaka óbeyt á stökkbreyttum einstaklingum, að hrinda af stað árás gegn öllum stökkbreyttu fólki. Það fyrsta sem Stryker gerir, er að ná með sérstöku lyfi, upplýsingum frá Magneto (Ian McKellen), sem er í plast-fangelsi, um X-Mennina og hvar má finna þá.
Eftir að Stryker og hans menn ráðast á X-Men hópinn á heimili þeirra, neyðast X-Mennirnir að fara í felur.
Magneot sleppur úr plast-fangelsi sínu og myndar ólíklegt samband við Professor X (Patrick Stewart) og neyðast nú Wolverine (Hugh Jackman), Storm (Halle Berry), Jean Grey (Famke Janssen), Mystique (Rebecca Romin), Iceman (Shawn Ashmore), Cyclops (James Marsden), Pyro (Aaron Stanford) og Rogue (Anna Paquin) ásamt Professor X og Magneto að berjast gegn Stryker og mönnum hans (þar má helst nefna Lady Deathstrike (Yuriko Oyama)) og reyna að sanna að ekki séu allir stökkbreytingar illir.
Í “herferð” sinni, hitta þau einnig Nightcrawler (Alan Cumming), stökkbreyttan mann sem hefur hæfileikann að geta látið sig hverfa frá einum stað og birst á öðrum, en ekki er allt gott því hefur hann útlit djöfuls.
Þau verða nú að berjast gegn því sem þau eru að berjast fyrir, mannkyninu.


En ekki er allt búið ennþá því ásamt myndinni er annar diskur sem inniheldur heilar 4 klukkustundir af aukaefni, og er hægt að finna þar mjög skemmtilegt efni, t.d förðunartíma Alan Cumming, sem tók daglega 8 klukkustundir, tvo “Making of” þætti um X-2, viðtöl við búningahönnuði, tæknibrellumeistara, og sviðsstjóra.
Svo er einnig falið aukaefni á disknum og þar má helst nefna “bloopers” sem gerðust á tökustaðnum, þ.e.a.s klúður við myndina.

Allt í allt er þetta alveg frábær tveggja diska DVD gimsteinn sem allir aðdáendur X-Men, eða DVD safnarar ættu að kaupa sér.


Mynd : ****/*****
DVD : *****/*****
Allt í Allt : ****/*****
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.