Ég sá að Mission Impossible 2 var vinsælasta bíómynd heims árið 2000 með u.þ.b. 500 milljónir dollara í tekjur. Ja hérna, heimur versnandi fer þegar svona rusl er að gera menn að trilljónerum. Þessi mynd stendur þeirri fyrri langt að baki enda er John Woo enginn Brian DePalma. Ekki misskilja mig, Face Off eftir Woo er með flottari spennumyndum síðari ára, en kallinn virðist ekki ráða við neitt nema bardagaatriði og svalleika sem er orðinn þreyttur. Woo ætlaði sér að búa til tilfinningahita og ástarsögu í bland við hasarinn í MI2!! Honum fannst fyrri myndin of flókin. Hvað er að því að fólk reyni aðeins á heilasellurnar, sú mynd gekk líka þokkalega upp handritslega. Var líka eitthver að kaupa ástarsöguna í mynd 2? Það neistaði álíka mikið á milli Cruise og blökkudömunnar eins og á milli dósamatar í matvöruhillum. Og andlitsgervin, dísus kræst. Með því fyrirsjáanlegra sem ég hef séð. Tom Cruise sýndi það í snilldarræmunni Magnolia að hann er fantagóður leikari. En smjörmyndir eins og MI2 hækka hann ekki mikið í áliti hjá mér. Það er farið að slá í Woo og þetta spennumyndaform hans. Nýtt blóð óskast.