Frequency Frequency
L: Dennis Quaid, Jim Caviezel

Frank Sullivan (Quaid) er/var slökkviliðsmaður í New York, hann er afbragðs slökkviliðsmaður en gerist of fífldjarfur í starfi sínu og hann deyr. Hann skilur eftir sig 6 ára strák (Caziezel) og eiginkonu. Þetta gerðist árið 1969

30 árum seinna
John Sullivan (Caviezel) er lögreglumaður í Queens í New York. Hann drekkur eins og brjálæðingur, drekkir sorgum sínum yfir því að pabbi sinn hafi dáið í eldsvoða með áfengi og kærasta hans fer frá honum. Dag einn finnur hann gamalt talsstöðvartæki sem var notað í neyðartilfellum í gamla daga ('69). Og hann svona skoðar það og sona, þá byrjar hann að tala við mann, John veit ekkert hver þetta er en bráðlega kemst hann að því að þetta er pabbi hans sem hann er að tala við. Svo kaldhæðnislega vill til að í fortíðinni hjá Frank er það á morgun sem Frank deyr, en John reynir að segja honum það en hann vill ekki trúa honum, en samt reikar þetta í huganum hans, John reynir að segja alls konar hafnaboltaúrslit (hafnabolti var fílaður í botn '69) og þá er Frank svoldið ruglaður, en svo í eldsvoðanum, pælir hann í því sem John sagði og fer eftir því sem John sagði að hann myndi lifa af ef hann gerði það. En svo gerir Frank það og lifir…
en þeir feðgar eiga eftir að kynnast því að það getur verið mjög varasamt að breyta fortíðinni. Raðmorðingi drepur mömmu Johns og það hefði ekki gerst ef Frank hefði dáið…

Þessi mynd er með þeim bestu sem ég hef séð.. myndin er mjög raunveruleg,höggin/slagsmálin er mjög realistic, maður rotast eftir eitt spark, það er þannig í rauninni. Söguþráðurinn er svoldið flókinn, en þrátt fyrir það er hann alveg frábær!
Dennis Quaid er B-leikari, en samt alveg mjög fínn, Jim Caviezel er ekkert frábær leikari, enda mjög lítið þekkur. Hinir eru bara svona normal leikarar.

Myndin var mjög spennandi þrátt fyrir engan hasar, það þarf alls ekki hasar til að skapa spennu. Það sem þarf fyrir góða spennu er góður/spennandi söguþráður og eitthvað sem gæti gerst, ekki eins og allir eru búnir að fá leið á “Mun vondi kallinn drepa góða kallinn?” meina, sagan hefur kennt okkur öllum að vondi kallinn drepur ALLTAF vonda kallinn, stundum deyr góði með, en það er sjaldan.

Ég mæli því fyrir alla sem eru ekki búnir að sjá þessa mynd sjái hana strax!! Hún er einfaldlega frábær og þá meina ég frábær..

Einkun= 3/4 stjörnur

SIGZI