Titill: The Terminator
Leikstjóri: James Cameron
Handrit: James Cameron og Gale Ann Hurd
Framleiðendur: Gale Ann Hurd, John Daly og Derek Gibson
Land: Bandaríkin
Þema: Spenna/Sci-Fi
Lengd: 103 mín
Einkunn á Imdb: 7,9 af 10 (184. sæti af 250)
Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Michael Biehn og Linda Hamilton

Arnold leikur Tortímandan sem sent er frá árinu 2029 til 1984 með það verkefni að drepa Söruh Connor, móður andspyrnuleiðtogans John Connor. Á sama tíma senda meðlimir andspyrnuhreyfingarinnar Kyle Reese til að vernda hana, það er nú hægara sagt en gert þar sem Tortímandinn aðeins harðari af sér en meðal maður.
Cameron fékk hugmyndina um Tortímandan þegar hann var veikur í Róm við gerð fyrstu myndar sinnar, Piranha 2. Hann samdi söguna í grófum dráttum í veikindumum.
Adam Greenberg tók upp á því að taka flest skot Tortímandans séð að neðan svo hann liti út fyrir að vera allsvakalega stærri en hann var.
Upphaflega átti O.J. Simpson að leika Tortímandan, en samkvæmt almanna áliti gæti O.J. ekki leikið kaldrifjaðan morðingja þannig að Schwarzenegger var fengin í staðin.
James Cameron tókst með ótrúlegri seiglu að skapa hér mjög góða hasarmynd, hann leikstýrir vel, skrifaði gott handrit sem var seinna fínpússað og leikararnir voru valdir af kostgæfni
Michael Biehn er mjög góður sem Kyle Reese og ég gæti ekki séð annan fyrir mér þar, Linda Hamilton er fín sem Sarah Connor en auðvitað verður maður að taka það fram að þau komast ekki í hálfkvisti við tilfinningaleysið sem Arnold sýnir sem Tortímandinn.
Mér hefur alltaf fundist þessi mynd hafa skemmtilegri tækni brellur heldur en framhöldin, því þeim tókst svakalega vel miðað við peningaleysi, einnig hefur mér fundist þessi hafa besta illmennið.
James Cameron tókst líka vel í því að halda hraða í myndina og lætur Reese útskýra ýmsa hluti á meðan hann keyrir eins og brjálæðingur frá Arnold.
Tónlistin í myndinni er svolítið pirrandi, en ekkert alvarlega.
Það má kannski minnast á leikarann ágæta Bill Paxton sem kemur fram í smáhlutverki í byrjun myndar.

****/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.