Almost Famous Almost Famous (DreamWorks SKG)
Leikstjóri : Cameron Crowe (Jerry Maguire)
Leikarar:
Patrick Fugit
Kate Hudson
Frances McDormand

Jæja ég náði mér í miða á Almost Famous í Hljóðfærahúsinu og skellti mér á forsýningu í Stjörnubíói og fannst hún helvíti góð!

Þessi mynd gerist þegar rokkið lifir enn og diskóið er að ganga í garð. William Miller (Patrick Fugit) er 15 ára og afar hæfileikaríkur penni sem lifir fyrir tónlist, hann hafði skrifað greinar í óháða tónlistartímaritinu Cream, greinarnar sem hann skrifaði fyrir blaðið vöktu athygli ritstjóra Rolling Stone þeir ákveða að ráða hann og hans fyrsta verkefni er að skrifa um rokkhljómsveitina Stillwater sem hann hafði kynnst þegar hann var að skrifa fyrir Cream.
Meðan hann er að vann að greininni fyrir Cream kynnist hann einum aðdáanda hljómsveitarinnar, Penny Lane (Kate Hudson). Hann hrífst af henni en líka af tónlist hljómsveitarinnar og með tímanum verður hann vinur þeirra sem í hljómsveitinni er og brýtur þannig fyrstu reglu tónlistagagnrýnenda, “You can Not make friends with rock stars”. William fær síðan að ferðast með hljómsveitinni vítt og breitt um Bandaríkin og kynnist hljómsveitinni og sér að þetta fólk á líka sín vandamál eins og við hin.

Allaveganna ég er ekkert fyrir að skrifa mikið um mitt álit á myndum en þessi mynd er rosalega góð og skemmtileg mynd, góð tónlist og góður leikur (sérstaklega Kate Hudson) og leikstjórn!
Þess má líka geta að myndin byggir á eigin reynslu Crowe sem blaðamaður tónlistatímaritsins Rolling Stone.

Almost Famous var tilnefnd 4 óskarsverlauna:
Fyrir besta aukahlutverk kvenna Kate Hudson og Frances McDormand
fyrir besta frumsamda handritið
bestu klippinguna

Mín gagnrýni: [8,5/10]
IndyJones

Almost Famous verður frumsýnd þann 9 Marz í Stjörnubíói