Original
Ár: 1962
Leikarar: Gregory Peck, Robert Mitchum og Polly Bergen
Leikstjóri: J.Lee Thompson
Lengd: 102 mín
Imdb.com: 7.6

Remake
Ár: 1991
Leikarar: Robert De Niro, Nick Nolte og Jassica Lange
Leikstjóri: Martin Scorsese
Lengd: 123 mín
Imdb.com: 7.1

Þessar myndir eru um fanga að nafni Max Cady sem lostnar úr fangelsi eftir afblánun á dómi. Það fyrsta sem hann gerir þegar hann kemur út er að hafa uppá manninum sem kom honum þangað. En það er lögfræðingurinn Sam Bowden.
Max Cady kennir Sam um missir fjölskildu sinnar og er staðráðinn í að sýna honum hvernig það er að missa fjölskilduna sína.

Martin Scorsese heldur sig nokkurn veginn við upprunnalegu söguna og er ekki mikið að breyta henni. Þó eru nokkrar áherslubreytingar eins og t.d þá var Sam vitni af glæpum Maxs í upprunnalegri útgáfunni en í seinni var hann lögfræðingur hans. Svo saga Scorsese spila nokkurn veginn í kringum það.
En aftur á móti eru áherslurnar aðrar hjá leikstjórunum. J.Lee Thompson lætur söguna líða áfram. Hann einbeitir sér af því að koma sögunni til skila, svo sagan hjá honum er nokkuð heilsteypt og lítið um galla, en þetta bitnar svo lítið á persónum, að mér finnst. Persónurnar eru nokkuð “flatar”. Óttinn sem Max Cady á að skap kemst hálf ílla til skila. Og hræðsan sem fjölskilda Sams á að upplifa þunn líka, þá dóttir þeirra á góða spretti í sínum hræðsluköstum.
En þetta er einmitt það sem Martin Scorsese leggur mestu áhersluna á. Hann leggur mestu áherslurnar á persónurnar. Max Cady er virkilega ógnvekjandi. Auk þess sem De Niro leikur hann snilldarvel. Við sjáum fjölskildu Sam Bowden leysast upp og snúast gegn hvor öðru þegar Max fer að ofsækja þau. Óttinn kemst mjög vel til skila hjá Scorsese, en … hann gleymir sögunni. Maður fær stundum á tilfinningunni að það hafi verið klippt út góður slatti af samræðunum. En eitt atriði var ég mjög hrifin af, en það var þegar Max og Danielle(dóttir Sams) hittast í skólanum, en það er við sviðmynd af leikriti Hans og Grétu og situr Max þar inní Kökuhúsinu. Mér finnst þetta skemmtileg samlíking.


Báðar myndirnar eru mjög góðar, og er ekki hægt að sjá að hérna sé eitthvað “Hollywood remake drasl” á ferðinni, enda er það ekki.
Orginalinn er í svarthvítu og koma margar senur sem eru virkilega flottar í svarhvítu og skapar það ágeta stemmingu í lok myndarinn þegar Max og Sam eru að berjast í lokauppgjörinu í fenjunum við Cape Fear ánna. Þrátt fyrir margt gott sem J.Lee gerir finnst mér að Martin eigi sigurinn hérna. Hann nær því úr þessari mynd sem sálfræðitrylltir á að gera, auk þess er lokauppgjörið hjá honum miklu, miklu flottar og skemmtilegra en hjá J.Lee.
Helgi Pálsson