Ég keypti mér um daginn Indiana Jones DVD settið enda er ég frekar mikill aðdáandi myndanna um Indiana Jones. Harrison Ford leikur Indiana, og gerir hann það frábærlega. Ég ætla að fjalla aðein um myndirnar 3 í þessari grein.


Indiana Jones and the Raiders Of The Lost Ark.

Hér fylgjums við með Indiana Jones, og fyrrverandi kærustu hans Marion Ravenwood (Karen Allen) í frábæru ævintýri í leit að hinni dularfullu Örk. Indiana verður að finna örkina á undan nasistunum og verður hann til þess að lifa af eitur, gildrur, snáka og svik. Mér sjálfum finnst þessi mynd algjör snilld og ég get horft á hana aftur og aftur, og alltaf verið jafn spenntur. ****/****Indiana Jones and the Temple Of Doom

Eftir að hafa lifað í gegnum brjálaðan Shanghai næturklúbbs bardaga, brotlendir Indiana í skógi í Indlandi. Þar kemur hann upp um Thuggee villimennina sem hafa tekið börn og notað þau sem þræla í námu sem líkist helst virki. Indiana verður nú ásamt litla hjálparanum sínum, Short Round (Ke Huy Quan), og næturklúbbssöngkonunni Willie Scott (Kate Capshaw) að bjarga börnunum úr námuni og forðast það að verða þræll. Mér finnst þetta mjög góð ævintýramynd og er mjög sáttur við allt í þessari mynd ****/****


Indiana Jones and the Last Crusade

Fyrst í myndinni fáum við að sjá ungann Indiana Jones (River Phoenix), í sínu fyrsta ævintýri. Svo heldur myndin áfram þar sem fullorðinn Indiana leggur í för til að bjarga föður sínum, sem nasistarnir hafa rænt ásamt því að nasistarnir eru á eftir Heilaga Kaleiknum. Í myndinni fylgjumst við með Indiana þar sem hann fer í gegnum rottu fullar grafir í Feneyjum, berst við nasista stríðsflugvélar í spennandi baráttu sem tekur sér stað í loftinu, og berst gegn óstoppanlegum skriðdreka. Indiana og faðir hans Henry Jones sr. (Sean Connery) verða nú að finna Heilaga Kaleikan á undan nasistunum í þessari frábæru ævintýra mynd sem allir ættu að sjá. Mér fannst mjög gaman að horfa á þessa mynd og mun ég gera það aftur í framtíðinni. Myndin inniheldur allt það sem gerir Indiana Jones að Indiana Jones og er þetta hin besta skemmtun fyrir alla. ****/****Indiana Jones Bonus Material.

Í þessum aukadiski, sem inniheldur 3 klukkustundur af skemmtilegu og fræðandi efni úr gerð Indiana Jones, getur maður loksins séð hvað það tók til að gera þessar myndir og var þessi diskur gerður aðeins fyrir Indiana Jones DVD settið. Það er alltaf gaman að sjá aukaefni úr kvikmyndum og er þetta engin undantekning.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.