Að mínu mati eru uppáhalds hryllingsmyndirnar mínar, Scream myndirnar. Mér finnst þær alveg hreinst út sagt magnaðar og keypti ég mér þær á DVD um daginn þannig að ég get horft á þær aftur og aftur án þess að mér leiðist þær (og aukaefnin skemma ekki fyrir). ‘Eg ætla að fjalla um þríleikinn, og gefa upp smá upplýsingar um hverja mynd.


Scream (1996): Þessi mynd er ein besta hryllingsmynd sem ég hef séð að mínu mati, og tókst Kevin Williamson frábærlega með handritið á henni. Myndin fjallar um nokkra unglinga í smábænum Woodsboro, Sidney Prescott (Neve Campbell), sem upplifði það að sjá móður sína vera drepna. Hún hefur komið manninum sem hún trúir að hún hafi séð myrða móðir sína í fangelsi, en ekki eru allir sem eru henni sammála um hver morðinginn er. Núna einu ári eftir morð móður hennar, eru 2 unglingar myrtir hrottalega á heimili eins þeirra, þau Casey Becker (Drew Barrymore) og Steven Orth (Kevin Patrick Walls). Fjölmiðlarnir brjálast yfir þessum atburðum og ekki hjálpar það þegar Sidney kemst að því að morðinginn hefur augnstað á henni og vinum hennar. Núna verður hún, og vinir hennar Randy Meeks (Jamie Kennedy), Tatum Riley (Rose McGowan), kærasti Tatums Stuart Macher (Matthew Lillard) og kærasti Sidneyar Billy Loomis (Skeet Ulrich) að komast að því hver morðinginn er og stöðva hann áður en hann nær til þeirra, og njóta þa hjálpar frá Dwight “Dewey” Riley (David Arquette), stóra bróðir Tatums, og Gail Weathers (Courteney Cox Arquette), leiðinlegri fréttakonu sem gerir allt til að fá fréttina. ****/****

Aðalpersónur: Sidney Prescott, Gail Weathers, Dwight “Dewey” Riley, Randy Meeks, Billy Loomis, Stuart Macher, Tatum Riley.

Dauðsföll: Steven Orth, Casey Becker, Princpal Arthur Himbrey (Henry Winkler), Tatum Riley, Kenneth Jones (W. Earl Browns), Billy Loomis, Stuart Macher.

Morðingjarnir: Billy Loomis, Stuart Macher.


Scream 2(1997): Þetta frábæra framhald af hinni upprunalegu Scream mynd er uppáhaldið mitt af þessum þrem myndum. Í Scream 2 er Sidney Prescott (Neve Campbell) og Randy Meeks (Jamie Kennedy) í háskóla og eru rétt byrjuð að lifa eðlilegu lífi á ný eftir hrottalegu atburði fyrstu myndarinnar. Þau hafa eignast nýja vini, Hallie McDaniel (Elise Neal), Mickey Altieri (Timothy Olyphant) Casey “Cici” Cooper (Sarah Michelle Gellar) og nýji kærastinn hennar Sidneyar Derek Feldman (Jerry O’Connell). Maðurinn sem Sidney senti í fangelsi fyrir morðið á móður sinni, Cotton Weary (Liev Schreiber) hefur verið sleppt úr fangelsi eftir eins árs vist þar, og komið hefur í ljós að hann var ranglega sakaður. Þetta þykir henni Gail Weathers (Courteney Cox Arquette) auðvitað mjög fréttnæmt og reynir hún að fá viðtal við Sidney og Cotton saman. Eins og þetta sé ekki nóg, þá hafa 2 háskólanemar Maureen Evans (Jada Pinkett Smith) og Phil Stevens (Omar Epps) verið hrottalega myrtir á frumsýningu myndarinnar “Stab” sem gerð er eftir atburðunum í fyrstu myndinni (Svona bíómynd inní bíómynd).Þegar hann fréttir af þessu kemur Dwight “Dewey” Riley (David Arquette) strax til hjálpar og stuðnings. Sidney og Randy komast að því að annar morðingi er á eftir þeim og ætlar hann sér að klára það sem Billy Loomis (Skeet Ulrich) og Stuart Macher (Matthew Lillard) gátu ekki, að drepa Sidney Prescott. Þegar morðinginn sýnir sig á ný verða Sidney, Randy, Gail, og Dewey að komast að því hver eftirhermu morðinginn er og stöðva hann, og njóta þau hjálpar vina sinna Mickey, Hallie, Derek og Cici. Ekki hjálpar það að eins og í fyrri myndinni, sjá fjölmiðlanir þetta sem frétt ársins, og má þar helst nefna blaðafréttakonuna Debbie Salt. Þetta er eins og ég sagði að mínu mati besta myndin af Scream myndunum þrem, og hvet ég alla til að sjá þessa. ****/****

Aðalpersónur: Sidney Prescott, Gail Weathers, Dwight “Dewey” Riley, Randy Meeks, Derek Feldman, Mickey Altieri, Hallie McDaniel, Debbie Salt og Cici Cooper.


Dauðsföll: Phil Stevens, Maureen Evans, Cici Cooper, Randy Meeks, Officer Andrews (Philip Pavel), Officer Richards (Chris Doyle), Hallie McDaniel, Derek Feldman, Mickey Altieri, Debbie Salt.

Morðingjarnir: Mickey Altieri og Debbie Salt/Mrs. Loomis (Móðir Billy Loomis).Scream 3: Þótt mér finnist þetta mjög góð og spennandi mynd, þá finnst mér hún slökust af myndunum þremur. Í Scream 3, hefur Sidney Prescott (Neve Campbell) lagst í felur og breytt um nafn. Gail Weathers (Courteney Cox Arquette) hefur tekið sér pásu úr fréttheiminum en kennir nú námskeið í fréttamennsku. Dwight “Dewey” Riley (David Arquette) er líkamsvörður leikkonu sem leikur í “Stab 3: Return To Woodsboro” sem er í framleiðslu (Önnur mynd í mynd). Þegar Cotton Weary (Liev Schreiber) og kærasta hans Christine Hamilton (Kelly Rutherford) eru myrt á heimili Cottons ásamt því að leikararnir í “Stab 3” fara að týna tölunni og mynd af móður Sidneyar er skilin eftir við hvert morð,kemur Sidney úr felum og ætlar hún sér að hjálpa lögreglunni við rannsókn málsins ásamt Dwight Riley og Gail Weathers. Þau njóta hjálpar leikara myndarinnar “Stab 3”, Jennifer Jolie (Parker Posey), Angelina Tyler (Emily Mortimer), Tom Prinze (Matt Keeslar), Tyson Fox (Deon Richmond) og Sarah Darling (Jenny McCarthy),leikstjóra hennar Roman Bridger (Scott Foley) og lögreglumannsins dularfulla Mark Kincaid (Patrick Dempsey) og verða þau í þriðja og seinasta skipti að afhjúpa morðingjann og stöðva þessa atburðarrás í eitt skipti fyrir öll. ***/****


Aðalpersónur: Sidney Prescott, Gail Weathers, Dwight “Dewey” Riley, Mark Kincaid, Roman Bridger og Jennifer Jolie.

Dauðsföll: Christine Hamilton, Cotton Weary, Sarah Darling, Steven Stone (Patrick Warburton), Tom Prinze, Tyson Fox, Angelina Tyler, Jennifer Jolie, John Milton (Lance Henriksen) og Roman Bridger.


Morðinginn: Roman Bridger.

Eins og ég segi þá finnst mér þessi þríleikur vera alveg hreint snilldarverk Wes Cravens og Kevin Williamson (Þótt Kevin Williamson skrifaði ekki Scream 3) og hvet ég alla til að sjá þessar myndir að MINNSTA KOSTI einu sinni.
Ég vona að ykkur finnist þessi grein góð enda eyddi ég dágóðum tíma í hana. Takk fyrir mig :)
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.