Vona að þessi grein sé eitthvað skárri en greinin mín um Brad Pitt.

Sú mynd sem gerði Robert Zemckis að alvöru leikstjóra var Back to the Future þar sem Michael J. Fox og Christopher Lloyd fóru á kostum sem Marty McFly og Dr. Emmett Brown. Back to the Future er ein af mínum uppáhaldsmyndum og ég skemmti mér alltaf konunglega að horfa á hana. Hún er frá 1985 og tölvutæknin er alltaf að verða betri og betri og myndin er full af brellum sem mér finnst vera nokkuð góðar miðað við að hún er 18 ára gömul.

Myndin fjallar um Marty McFly sem er vinur “Doc” en hann er klikkaður vísinda/uppfinningamaður sem hefur lagt aleiguna sína í að búa til ferðavél úr einum bíl, réttara sagt DeLorean Það tekst og Marty verður vitni að því og festir atburðinn á filmu þegar Einstein, hundur Doc, fer eina mínutú aftur í tímann. Síðan kemur í ljós að Doc stal plútoníum frá Líbýumönnum til þess að nýta orkuna sem plútoníum er svo hægt sé að ferðast fram og aftur í tímann. Akkúrat á þeirri stundu þá koma Líbíumennirnir og drepa Doc en Marty kemst undan í bílnum og þegar bíllinn er kominn uppí 140 km hraða þá fer Marty 30 ár aftur í tímann eða til ársins 1955. Það tekur hann dágóðan tíma til að átta sig á því að hann er virkilega kominn í fortíðina en ævintýri hans eru rétt að byrja. Hann kemst að því að hann er ekki með auka plútóníum svo hann er líklegast fastur í fortíðinni. Svo hittir hann foreldra sína og storkar örlögunum sem gerir það að verkum að mamma hans verður hrifinn af honum (þ.e. Marty - syni sínum) en ekki pabba hans: Hey Doc, wait a minute. Are you telling me that my mom has a hots for me?! Marty hefur því lítinn tíma til að koma því í kring að mamma sín verður að verða hrifinn af pabba sínum svo Marty “hverfi ekki” úr lífinu því ef þau ná ekki saman þá verður náttla Marty aldrei til. Flókið? Nei ekki svo, bara yndislega skemmtileg flétta. Á meðan öllu þessu stendur er vinur hans, Doc, 30 árum yngri, að hjálpa Marty að komast aftur back to the future!! með því að blögga fyrir hann orku úr eldingu sem jafngildir 1,21 jígíwött en það er einmitt það sem þarf til að ferðast í tímann. Svo verður bara að koma í ljós hvort allt gangi upp hjá Marty og hvort hann nái að koma í veg fyrir það að Doc verði skotinn árið 1985.

Þessi mynd er hrikalega skemmtileg og ein besta ævintýramynd sem gerð hefur verið að mínu mati. Það eru nokkur klassísk atriði í myndinni en það atriði sem stendur uppúr hjá mér er þegar Marty er að spila á balli þar sem foreldrar hans áttu að kyssast í fyrsta sinn. Hann spilaði á gítar og vill svo taka eitt lag með hljómsveitinni sem spilar á ballinu (blökkuhljómsveit sem spilaði djass - tónlist þeirra tíma). Marty tekur lagið “Johnny B. Good” og endar svo á svakalegu gítarsólói þannig að allir hætta að dansa og glápa á Marty, Ok, listen ladies and gentlemen, this is an oldy… well at least where I come from… you are probably not ready for this but your kids are gonna love it!. Bara snilldaratriði. Svo er annað atriði þar sem Doc er að útskýra fyrir Marty hvernig ferlið verður þegar hann fer back to the future!. Hann gerði módel, heila götu og tengdi við rafmagn og var með lítinn bíl sem kviknaði í þegar hann tengdist rafmagninu og keyrði á fötu sem var full af einhverju drasli og kviknaði í því öllu. Og það fyndna við það atriði er svipurinn sem kemur á Doc þegar bíllinn keyrir á fötuna. Ég spóla alltaf tilbaka og horfi á það aftur og aftur og stundum í slow-motion. Geðveikur svipur. Annað atriði er þegar Marty er á hjólabretti og hann er eltur því það á að lemja hann, æi ég get ekki lýst því, það er bara snilld. Það allavega endar með því að vondi gaurinn klessir á bíl sem er fullur af skít. Snilld.

Nokkur forvitnileg og skemmtileg smáatriði úr myndinni:

Í hverju einustu Back to the Future mynd á Doc lokaorðið.
Part I: “Roads? Where were going we don't need roads.”
Part II: “Great scott!”
Part III: “Nope. Already been there.”

DeLorean var aðeins framleiddur í örfáum eintökum (ca.150 stk.)

Billy Zane lék lítið hlutverk í myndinni.

Hún var tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, besta hljóð, besta frumsamda handrit, besta tónlistin og bestu hljóðbrellur. Hún vann bestu hljóðbrellur.

Allavega, ég mæli með þessari mynd fyrir alla, frábær ævintýramynd.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.