William Bradley Pitt fæddist 18. desember 1963 í Oklahoma. Ég nenni ekki að reka ævisögu hans þannig að ég fer strax í það skemmtilega. Hann á fallega konu. Þeir sem vita ekki hver það er ættu að fara lesa Moggann. Hann var einu sinni með Gwyneth Paltrow, bað hennar en hún neitaði. Mistök. Hún er reyndar í dag að fara giftast Chris Martin, söngvara Coldplay. Brad var í rauninni heppinn að Gwyneth neitaði sér því Jennifer Aniston er miklu flottari. En Gwyneth hefur unnið Óskar!! Brad Pitt er allavega einn af mínum uppáhalds leikurum eftir margar góðar myndir undanfarin ár þar sem hann hefur farið á kostum.

Brad Pitt komst á “kortið” árið 1991 þegar hann lék aukahlutverk í Thelma & Louise og lék svo stærra hlutverk í True Romance árið 1993 á móti Christian Slater sem var þá að verða skær stjarna. Hann lék svo í einhverjum myndum sem tekur því ekki einu sinni að nefna. Árið 1995 fékk Brad annað aðalhlutverkið í hinni mögnuðu Se7en eftir leikstjórann David Fincher en þar lék hann aðalhlutverkið ásamt Morgan Freeman sem var þá stórstjarna eftir leiksigur í The Shawshank Redemption tveimur árum fyrr. Hann lék þar lögreglumann í morðdeild sem var að rannsaka fjöldamorðingja sem myrti eftir dauðasyndunum sjö. Snilldarmynd. Mér finnst reyndar Brad Pitt ekkert sérstakur í þeirri mynd, hann hefur oft verið betri. En allavega, eftir það fóru verkefnin að hrannast inn og Brad var boðið hlutverk í Apollo 13 en neitaði til að leika í hinni ofursýrðu mynd, 12 Monkeys sem færði honum Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir aukahlutverk. Næsta mynd var Sleepers. Fínasta mynd. Svo kom The Devil's Own með Harrison Ford, hann lék Íra sem var í IRA (Íra=IRA). Seven Years In Tibet kom árið 1997 en það er nánast óþekkt mynd sem enginn hefur séð. Næsta mynd var Meet Joe Black sem, að mínu mati, er hin ágætasta skemmtun. Soldið væmin og pínu kellingamynd en ég hef gaman af henni. Brad var þar dauðann sem er sendur til jarðar í mannslíkama til að “taka” milla sem Anthony Hopkins leikur. En það reynist erfiðara verk en venjulega því hann verður ástfanginn af dóttur hans. Hopkins klikkar ekki eins og venjulega. Árið eftir Meet Joe Black, eða 1999, kom tímamótamynd fyrir Brad Pitt að mínu mati. Hún heitir Fight Club og var sprengja. Þar lék hann aftur undir stjórn David Finchers sem leikstýrði líka Se7en. Brad Pitt og mótleikari hans í myndinni, snillingurinn Edward Norton, fóru gjörsamlega á kostum í frábærri mynd. Brad Pitt sannaði sig endanlega hve sterkur leikari hann er og eitthvað miklu meira en bara “sætur strákur”. Í kjölfarið á Fight Club lék hann í mynd eftir tiltölulega óþekktan leikstjóra, Guy Ritchie (maðurinn hennar Madonnu), Snatch. Sú mynd er ekkert annað en gargandi argandi snilld og sýndi Brad Pitt mjög góðan leik. Hún kom mjög á óvart í Bandaríkjunum enda er hún bresk og Bandaríkjamenn eru ekkert alltof mikið fyrir evrópskar myndir. Ég mæli með Snatch, hún er snilld. Eftir tvær bombur í röð hlaut að koma að því að Brad gerði mistök og það einmitt gerði hann með The Mexican. Fáir bjuggust við að sú mynd yrði flopp því skærustu stjörnur Bandaríkjanna léku þá saman í fyrsta skipti: Brad Pitt og Julia Roberts. En flopp varð hún og löngu gleymd. Spy Game árið 2001 var aðeins skárri en þar lék hann á móti Robert Redford, gömlum jaxli. Hin stjörnuprýdda mynd Ocean's Eleven var ágæt en gerði ekkert fyrir Brad sem leikara. Myndin var allavega langt frá því að ná upprunalegu myndinni sem skartaði The Rat Pack (Frank Sinatra, Dean Martin o.fl.). Brad hefur í rauninni ekki gert neitt af viti eftir Ocean's Eleven en hann lék þó í dogma mynd Stevens Soderbergs ásamt Juliu Roberts og fleirum minni spámönnum, Full Frontal. Hún var flopp. Síðan lék hann lítið hlutverk í mynd George Clooneys, Confessions of a Dangerous Mind. Hún fékk góða dóma. Ég er alltaf á leiðinni út á leigu að taka hana… Ég læt verða af því fljótlega.

Næstu verkefni hjá Brad er væntanlega stórmynd, Trója en þar fer hann með hlutverk Akkilles. Ég bíð spenntur eftir þeirri mynd þar sem ég hef mikinn áhuga á Grikklandi og grísku goðafræðinni. Vonandi verður sú mynd geeeeðveik, ég trúi ekki öðru. Svo var hann að klára Ocean's Twelve þannig að það er nóg að gera hjá Brad Pitt þessa dagana.

Ég segi bara: Takk fyrir mig.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.