Hver kannast ekki við hryllingsmyndina “silence of the lambs” eða “lömbin þagna” á íslensku sem kom út 1991 og var svo vinsæl á sínum tíma. Þetta er beint framhald af henni sem gerist tíu árum síðar. Hanniball “the cannibal” Lector er komin aftur!! Ég verð að segja það að mér finnst þessi mynd mun betri en sú eldri, þó að í þessari mynd eru fjallað minna um geðræna þáttin og er meiri spennumynd en sú gamla.
Í myndinni eru margir staðir þar sem vitnað er í silence of the lambs og er eiginlegra skemmtilegra að vera búinn að sjá hana áður(þó að það sé ekki nauðsynlegt). Allavega bottomline-ið: meira af hryllingi og spennu i þessari(fólk drepið á MJÖG frumlegan hátt) en minna af sálfræði og flóknum þrautum sem láta manni líða eins og maður sé heimskur.