Ég vil taka það fram að þetta verður stutt…..

Eftir að hafa séð Scary Movie 1&2 var mér nóg boðið af þessum horbjóði. Fyrir ekki svo löngu síðan fétti ég svo af þriðju myndinni. Ég hugsaði með mér hvað Wayans bræður voru að hugsa, senda út þriðju myndinna.
En hvernig sem því líður þá fór ég á myndina í dag. Ekki með miklar væntingar.

Í myndinni er verið að gera grín af Signs, The Others, 8 Mile, Texas Chainsaw Massacre, Revenge Of The Body Snatcher og The Matrix.
Myndin fjallar um Cindy Campbell. Hún og vinkona hennar hafa séð myndband. Þegar maður horfir á það þá hringir síminn… æ þið vitið hvað ég er að tala um…. maður deyr eftir 7 daga.

Cody er er lítill drengur, hann er skyggn, kemur vel inn í myndina, lendir oft í miklum hremmingum. Það er oftast verið að klessa á hann. Dularfull merki myndast í akri heima hjá Sr. Tom.
Þetta er alveg eins og í Signs. Nema þarna eru þetta vinalegar geimverur. Skemmtilegt hvernig þær heilsast og kveðjast.

Forseti Bandarríkjanna sem er leikinn af Leslie Nielsen. Afar skemmtilegur karakter.
Geimverurnar eru að reyna ná vondu stelpunni úr The Ring.

Allaveganna þetta er ágætis mynd. Kom mér á óvart, ég kom ánægður úr bíóinu.

8/10