Titill: Scary Movie 3
Leikstjóri: David Zucker
Handrit: Craig Mazin, Pat Proft, David Zucker o.fl.
Tagline: You'll die to see these rings.
Þema: Grín/Vitleysa
Einkun á Imdb: 5,5 af 10
Lengd: 90 mín
Land: Bandaríkin
Aðalhlutverk: Anna Faris, Simon Rex, Charlie Sheen, Leslie Nielsen o.fl.

Cindy Campbell(Anna Faris)starfar sem fréttamaður sem þarf að rannsaka uppskeruhringi hjá Tom Logan (Charlie Sheen) bónda og dularfullt myndband sem virðist valda dauðsföllum.
Það eru til skiptar skoðanir um scary movie myndirnar, ég til dæmis hafði gaman af fyrstu myndinni sem var engin gæðamynd en skilaði sínu, mynd tvö hinsvegar var glæpur gagnvart kvikmynda heiminum og stökk mér vart bros á vör allan tíman sem myndin gekk.
Ég var þess vegna ekki alltof spenntur þegar ég heyrði að þriðja myndin væri í bígerð, þá átti hún að bera heitið Episode I: Lord of The Brooms, en svo urðu breytingar og nýjir aðilar tóku við verkinu og var þar engin annar en snillingurinn David Zucker.
Með nýjum mannskap komu nýjar myndir í parodíuna(aðalega The Ring, Signs og 8 mile).
Þessi mynd tókst nú bara nokkuð vel verð ég að segja, Anna Faris leikur alveg ágætlega, Charlie Sheen er mjög fínn líka, reyndar má segja að leikararnir standi sig flestir jafn vel, en nokkrir standa uppúr, það eru Simon Rex sem tekur Eminem hlutverkið snilldarlega, Drew Mikuska sem leikur Cody sem er stæling á stráknum úr The Ring og svo auðvitað gamli kallinn hann Leslie Nielsen sem forseti Bandaríkjanna.
Það eru margir þekktir leikarar sem koma fram í þessari ágætu spennumynd, t.d. Pamela Anderson, Jeremy Piven, Jenny McCarthy, Ja Rule, Denise Richards, Darrell Hammond, Eddie Griffin og Queen Latifah svo eitthvað sé nefnt.
SC3 notar meiri Slapstick húmor heldur en fyrri myndirnar, sem kemur út alveg ágætlega, margir brandaranna hitta vel í mark meðan sumir eru ekki alveg að ganga upp.
Margir brandaranna úr The Ring eru að ganga vel upp og þá sérstaklega sjónvarpsatriðið, þó svo að það hafi komið heldur til of snemma.
Signs spoofið er ekki alveg eins gott og það hefði getað orðið, fyrir utan nokkrar undantekningar.
8 Mile spoofið er að takast mjög vel og má þar þakka Simon Rex, Anthony Andersson og Simon Cowell.
Myndini er ágætlega leikstýrt og vona ég að David Zucker sé að komast í sitt gamla form.

***/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.