Síðastliðið sunnudagskvöld fór ég á heimildarmynd sem heitir Mótmælandi Íslands.Þessi mynd fjallar um “goðsögnina” Helga Hóseason en hann var þekktur á árum áður fyrir áratugalanga baráttu sína við stjórnvöld fyrir því að fá skírnarsáttmála sínum rift.Í myndinni er sýnt frá þegar Helgi sletti skyri á þingmenn fyrir um það bil 30 árum. Flestir hafa séð hann sem brjálæðing en hann er mjög vel gefinn maður eins og kemur fram í myndinni.
Einnig var sagt frá þegar Helgi var ásakaður fyrir að brenna kirkjuna sem hann var skírður í og á þeim tíma sem að kirkjan var brennd var Helgi Hóseason að vinna í kirkjunni en hann var bara einn þar. En hann hefur hvorki játað né neitað um þennan verknað og það sem meira er er að það voru ekki einu sinni haldin réttarhöld um þetta mál!
Helgi var þekktur fyrir að mótmæla nánast öllu og var eitt af ævistörfum hans að búa til mótmælendaskilti og hann stóð oft á Langholtsveginum með skiltin sín og sýndi vegfarendum og það gerir hann enn.
Helgi var mikið á móti lögreglunni og kallaði lögregluþjónanna þræla. “Helgi kemur alltaf til dyranna eins og hann er klæddur og hann er svo eðlilegur og blátt áfram fyrir framan myndavélina að unun er að horfa á. Þá fer heldur ekkert á milli mála að hér er mikill hugsuður á ferð og mótmæli hans og röksemdafærslur fyrir þeim eru eins langt frá því að vera óráðshjal geðveiks manns og hugsast getur. Og þó Helgi hafi farið óhefðbundnar leiðir munu sjálfsagt flestir geta séð sannleikskorn í málflutningi hans.
Hann er dásamleg persóna, góðhjartaður og hlýr maður sem fær nú loksins uppreisn æru. Yfirbragðið getur þó verið hrjúft en maðurinn er óslípaður demantur”(kemur fram á badabing.is).
Það sem er líka gaman að sjá í þessari mynd er að það eru stundum sýndar gamlar upptökur frá Sjónvarpinu þaðr sem er verið að segja frá ýmsum atvikum þegar Helgi hefur komist í kast við lögregluna en alltaf þegar hann hefur gert eitthvað af sér þá er einhver tilgangur í því.
Þess má geta að Helgi Hóseason hefur aldri farið á sakaskrá!
Þetta er það helsta sem var í þessari stórkostlegu mynd en mér fannst hún mjög góð. Leikstjórar í myndinni eru: Þóra Fjeldsted og Jón Karl Helgason.
Ég myndi gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og ég mæli með henni.
Kveðja gunrun