Nothing To Lose er frábær gamanmynd með Martin Lawrence (Black Knight, Bad Boys) og Tim Robbins (The shawshank Redemption). Myndin er um Nick Beam, sem vinnur við auglýsingagerð. Hann lifir hinu fullkomna lífi, hann á frábæra eiginkonu, nóg af pening og gott heimili. Einn daginn fer hann heim úr vinnunni snemma, til að koma eiginkonuni á óvart með blómum og svoleiðis. En þegar hann kemur heim, sér hann eiginkonuna í rúminu með öðrum manni (eða það heldur hann). Eftir þetta “snappar” hann, sest inn í bílinn sinn og keyrir af stað. Honum er alveg sama um hvar hann endar, en þegar hann stoppar á rauðu ljósi sest upp í bílinn til hans, Terrance Paul Davidson (Martin Lawrence) og ætlar að ræna hann. Nick keyrir bara af stað með ræningjann upp í bílnum með sér, og enda þeir einhverstaðar úti í eyðimörk. Þeir lenda í allskonar rugli og má þar nefna hálfgerðan byssuslag við 2 ræningja, sem elta þá eftir það. Á leiðinni verða þeir vinir, og ræna fyrrverandi yfirmann Nicks. Mér finnst þessi mynd mjög góð og gef henni 4 stjörnur af 5. ÉG hef oft tekið eftir villum í bíómyndum, og í þessari tók ég eftir einni mjög stórri að mínu mati. Í einu atriðinu þegar Nick og Terrance hitta ræningjana 2, skjóta þeir dekkin af bíl ræningjana og keyra í burtu. Seinna er sýnt rænigjana 2 ræna öðrum bíl og síðan ræna bensínstöð. Eftir það, er aftur sýnt ræningjana, en eru þeir þá aftur komnir í bílinn sem Nick og Terrance eyðilögðu. En eins og ég skrifaði áður finnst mér þetta mjög góð mynd og er þetta mynd sem allir ættu að sjá, ef þeir eru ekki búnir að sjá hana nú þegar.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.