Jæja ég ætla aðeins að kommenta um eina umtöluðustu mynd seinni ára og segja mitt álit á henni. Myndin Irreversible er eftir hinn mjög svo hæfileikaríka Franka leikstjóra, Gaspar Noe. Þessi mynd gengur afturábak, í byrjun myndarinnar er ungur maður Marcus sem leikinn er af Vincent Cassel, á gangi ásamt vini sínum Pierre (Albert Dupontel) um frekar óhuggulegann Sadó/masó hommaklúbb í leit að manni sem heitir: Le Tenia og er leikinn af Jo Pestia. Myndatakan er bara tekinn upp á haldheldna myndavél og er þetta svona stundum eins og að horfa á mynd eftir Lars von Trier á sýru, allavega getur maður ýmindað sér það. En eftir mikið vafr um þennan klúbb rekst hann á Le Tenia og upphefst eitt af subbulegri ofbeldisatriðum sem undirritaður hefur séð. Síðan er sagan rakin og þá kemur í ljós að kærasta Marcusar, Alexandra(Monica Belucci) sem orðið hefur fyrir hrottalegri nauðgun sem er hreint hryllilegt að horfa upp á. Það er semsagt upphafið á mjög svo firrtri og ofbeldisfullri hegðun Marcusar sem hafi skemmt sér af kappi fyrr um kvöldið.

Altént ætla ég ekki að ráðleggja neinum að sjá þessa myndi því hún er vægast sagt sjokkerandi og flestu fólki mun líða illa eftir að hafa horft á þessa mynd. En það kemur samt ekki í veg fyrir að myndin er meistarastykki og hreint frábærlega gerð , Monica Belluci skilar sínu hlutverki frábærlega. Frakkar hafa ávallt verið mjög frammúrstefnulegir í kvikmyndagerð og þessi mynd er það svo sannarlega. Hún sýnir öfgarnar í lífinu og hægt er að sjá hvernig líf fólks getur verið eins og rautt fallegt epli einn daginn en síðan ógeðslegt og ormétið eftir nokkra daga, vegna þess af röð af hryllilegum atburðum hafi skollið á. Þessi mynd er ekki eins og margar myndir sem eru bara gerðar til þess að sjokkera, hún er magnþrunginn og skilur eftir sig vissan tómleika í manni. Þetta er ekki líkt neinu sem fólk hefur séð áður og ef fólk treystir sér undir slíkan hrylling sem kemur fram þarna ætti það að sjá þessa mynd því hún er mjög góð. Mér leið mjög illa á tímbili yfir þessari mynd en þó sérstaklega í kringum nauðgunaratriðið, en ég er þó feginn að hafa séð hana því þetta er einhvað sem maður hefur ekki séð og verður ekki endurtekið á hvíta tjaldinu………….