Annar hluti Matrix-þríleiksins er hér til umfjöllunar. Myndina vantar þann kraft og frumleika sem sý fyrri hafði en er engu að síður gott framhald og hin prýðilegasta skemmtun.
MYNDIN
Fylkið riðar til falls og Zion er í stórhættu í mynd sem gerist sex mánúðum efir þá fyrri. Keanu Reeves, Carrie-Ann Moss, Laurence Fishburne og Hugo Weaving snúa aftur en Jada Pinkett-Smith, Monica Bellucci og fleiri bætast í hópinn.
DISKURINN
Þetta er 2-diska sett frá Warner Brothers og merkilegt er að segja frá því að diskarnir koma í venjulegu amaray hulstri í stað hins venjulega snap case. Ekki alveg í fyrsta skipti hjá Warner á R2 en þetta átti að verða fyrsta myndin sem kemur í svona hulstri á R1 og markar hún endalok gömlu hulstranna sem margir hafa verið óánægðir með.
Þetta er Region 2(eða Region 5) útgáfan sem ég keypti mér.
MYND
Myndin er stórglæsileg enda Warner-menn ekki þekktir fyrir neitt slor í þeim efnum. Aspect Ratio upp á 2.35:1(þótt að hulstrið segi 2.40:1 er ég nokkuð viss um að þetta sé 2.35:1). Myndin er alltaf skýr og fær stórkostleg myndataka Bill Pope og tæknibrellurnar að njóta sín til fulls. Myndin er aldrei óskýr og korn eða kusk er ekki að finna. Óaðfinnanlegt transfer.
HLJÓÐ
Tvær hljóðrásir, báðar DD 5.1 (ensk og þýsk). Hljóðið er ekkert síðra heldur en myndgæðin og eru allir hátalarar á fullu. Líflegar bak-rásir og öflugur bassi sjá til þess að maður sofnar ekki yfir þessarir mynd. Textar eru:Íslenskur,þýskur, finnskur, danskur, sænskur, enskur, norskur, enskur(fyrir heyrnarlausa) og þýskur(fyrir heyrnarlausa).
AUKAEFNI
Aukaefnið er ágætt en það samanstendur af nokkrum þáttum sem lúta að mismunandi hlutum myndarinnar. Aukaefnið er staðsett á disk 1.
-Preload: Þetta er 22 mínútna klassíkur making-of pakki þar sem stiklað er á stóru og þetta venjulega “everybody did a wonderful job” tal er allsráðandi.
-The Matrix unfolds:5 mínútna tal um samspil tölvuleiksins,teiknimyndanna(the Animatrix) og myndarinnar og hvernig þessir þrír þættir mynda saman sterka heild sögusagnar.
-Freeway Chase: Þetta er það skemmtilegasta við diskinn. Virkilega skemmtilegur og vel gerður þáttur um hvernig hraðbrautareltingarleikurinn var framkvæmdur. Þetta er 30 mínútna langur þáttur og í honum er farið ítarlega í það helsta svo sem byggingu hraðbrautarinnar, ökuþjálfun leikaranna og hina miklu skipulagningu sem skilaði sér á skjáinn.
-Get me an exit:Þetta er áhugaverður þáttur um gerð auglýsinga sem tengjast myndinni. Til dæmis eru Samsung símaauglýsingarnar teknar fyrir hér. Merkilegt er að leikstjórarnir og annað fólk sem tóku þátt í myndinni sjálfri hjálpuðu til við gerð þessara auglýsinga og er það ekki algengt.
-Enter the Matrix: Frekar langdreginn(30 mínútur) þáttur um gerð tölvuleiksins Enter the Matrix. Þarna er farið í forritunina og hvernig tölvuleikurinn tengist sögu myndarinnar. Reyndar voru tekin upp nokkur atriði samfara myndinni sem eru að finna í leiknum og fara þau ítarlegar í söguna. Til þess að fá alla matrix söguna í beinni röð átt þú að horfa á the Matrix þar næst á The final flight of the Osiris, spila síðan leikinn eftir það og þá síðan The Matrix Reloaded og the Matrix Revolutions.
-MTV movie awards: Hérna eru Sean Williams Scott, Justin Timberlake, Wanda Sykes og Will Ferell í grínútgáfu af the Matrix Reloaded. Ágætt en ekki besta gag-ið sem þeir hjá MTV hafa sett saman.(Endilega kíkja á skit-ið sem er að finna á LOTR:FOTR:extended version(R1), það er stórkostlegt.)
Að auki eru hér nokkrir tenglar á heimasíður sem tengjast myndinni og 5-mínútna trailer fyrir the Animatrix seríuna. Það sem einkennir alla þættina á disknum er alger fjarvera þeirra Wachowskis bræðra og er hvergi að finna viðtal eða eitthvað komment frá þeim. Það glittir í þá á nokkrum stöðum en þeir hafa ekkert um myndina að segja. Fyrir vikið verður framleiðandinn Joel Silver sá sem talar mest og er mest áberandi. Ekki veit ég ástæðuna fyrir þessu en vanalega er að finna eitthvað komment frá leikstjórum á aukaefni sem þessu.

Í LOKIN
Þessi útgáfa ber nokkur merki um of mikla fjöldaframleiðslu og er kápan illa uppsett(að framan) og það hefði verið hægt að gera þetta miklu flottara. Uppsetningin á bakhliðinni sleppur en hitt er algert stórslys. Engu að síður er þetta skyldueign og gef ég diskunm 8,0.
Það er frekar langt síðan ég eða nokkur var með umföllun síðast og mun ég reyna að vera með eina umfjöllun vikulega í framtíðinni og það væri gaman að sjá DVD-áhugamálið virkara en það hefur verið síðasta mánuðinn.

Aðrar Staðreyndir
Run Time: 132 mínútur
Anamorphic: Já
Útgefandi:Warner Brothers Home Video.
Region:2

KURSK