KILL BILL Vol. 1 Þar sem ég var að koma af myndinni Kill Bill núna rétt í þessu og fann enga fyrirgerða grein um kvikmyndasals reynslu hennar, þá ákvað ég að það var mín skylda að greina frá reynslu minni á fyrsta kafla Kill Bill af tvem.

Spoilerar fyrir sögu koma vonandi ekki fyrir (fyrir utan það sem fyrir hefur komið í trailerum og öðru slíku)… en fyrir kvikmyndatöku tegund og einstaka atriðum mun ég aðeins greina frá.

!Smá spoiler alert!
Smá um hvað Kill Bill er: Heilt brúðkaupsparty er slátrað, við athöfn í kirkju einhverstaðar í Texas: kona sem lítur út fyrir að vera 8 mánuði á leið er þekkt sem Black Mamba, eða Búðurin. Leigumorðinginn, Bill, og glæpahringur hans The Vipers skilja brúðurina eftir til dauða. Fyrir óheppnissakir lyfir hún leigufjöldamorðið af en fer í kóma. Fjórum árum seinna vaknar brúðurin skyndilega og uppgötvar hvað henni hefur verið gert. Hún hefur strax handa við að leita hefnda til síns fyrrverandi meistara og glæpagengi hans. Einn af einum tortímir hún… geimandi Bill til hins síðasta. (lokið augum þeir sem vilja ekki spoiler:BILL! mun ekki koma fram í Vol.1!!! reyndar að einhverju leiti en brúðurinn confrontar hann ekki í fyrsta kafla eftir að hún fær kúlu í hausinn)
!Smá spoiler alert lokið!

Í einu orði sagt var Kill Bill ‘Áhugaverð!!!’. Ég hugsaði mig um stund hverskonar mynd þetta væri. Hun er alvarleg, dimmur húmor!, á endalínu splatters, músík var mjög fjölbreitt og skemmtileg og að minu mati mjög athyglisverð bardaga atriði!

Leikstjóri Kill Bill, Quentin Tarantino hlífir engu í sambandi við alvarlegheitum bardaga atriðana. Þegar maður er skorinn í þessari mynd… þá fljúga hausar og limir, og á skemmtilegan hátt frussast blóðið út af óraunverulegu afli útum allt(stundum á filmuna sjálfa)! Þetta er mín fyrsta mynd þar sem kona í bíóni hreinlega fór að hágráta af hræðslu. Og önnur fjölskyldan sá ég labba út eftir miðju myndarinnar. Ekki örvænta samt þetta er ekki það ósmekkleg mynd.

Myndin er byggð í köflum. Hver kafli gerist aðeins á einu setti(i einu húsi hver kafli fyrir sig, fyrir utan anime kaflan sem gerist a 3 stöðum). Og oft á tíðum í mismunandi kvikmyndatöku aðferð. Einn kaflinn er gerður í anime style (teiknaður) þar sem heiftarleg átök tveggja manna eru í myndlíkingu tígrisdýrs og dreka (mín skoðun) og ég var mjög ánægður með það atriði þar sem það var óhugnanlega kröftugt á einhvern hátt. Annað atriði skiptist frá litfilmu yfir í svarthvítt eftir augnblikkum aðal karaktersins.

Húmorinn er stundum á einfaldann hátt bara ja fyndinn :D. Ég treisti mér ekki til að skemma fyrir ykkur þessi æðislegu atriði en hann byggist oft á því að focusinn er á einhverju alvarlegu, og síðan er cut scene að einhverju totally Different (eins og monty python eru vinsælir fyrir) og það á svo oft engann veginn við neitt eða er svo sjúkt í görn, að það er eiginlega bara sprenghlægjanlegt.
Til gamans má geta að við fáum ekki að vita nafn aðal karaktersins :D þegar nafn hennar kemur fram í myndinni heirist nett ‘BEEP!!!’ svo maður nær aldrei ekta nafni Brúðurinnar, margir í salnum hlógu dáldið að þessu og fannst mér þetta sniðugt einnig.

Ég var dáldið kvíðinn fyrir músíkinni í myndinni þar sem Wutang Clan stofnandinn og rapparinn RZA gerir scorið fyrir myndina… En hann virðist hafa nett vit í kollinum drengurinn. Hann blandar spænskum blæ yfir í asískann og stundum heirir maður smá dropa af Elvis sjálfum. Einnig kemur frægi gítarleikurinn úr trailernum fram í myndinni… en eftir að ég sá myndina er sá takktur ekki í uppáhaldi lengur hjá mér, þar sem aðrir nettir takktar hafa nú tekið yfir. Ég stefni á að kaupa mér score geisladiskinn. Ég var heillaður uppúr skónum af músíkinni.

Uma Thurman sem leikur brúðurina kom mér á óvart. Hvað get ég sagt, telpan stendur sig vel. Hún er ekki að ofleika, hún leikur yfirvegaða en kaldhæðna manneskju sem trúir á réttlæti. Og hún kann sko að berjast! Filman felur ýmsa galla hennar eins og stundum lélegt jafnvægi (berst á handriði þar sem sést að hún hefur stutt sig í vír til að detta ekki :().

Ætla ég aftur á Kill Bill í bíó? Já ég ætla fara aftur á hana við tækifæri.
Hvaða mynd gæti líst Kill Bill? Hmmm ég held hún eigi sér enga líka, ef þú hefur gaman af hardcore bardaga atriðum sem fara yfir línuna, kaflaruglinu hans Tarantinos, díft (mér finnst hún djúp :D), og góðs húmors þá er þetta myndin sem þú ert að leita af. Að mínu mati er þessi mynd success. Þetta er það sem ég hef persónulega beðið eftir.

Jæja ég er engannveginn alvitur um myndina þannig ef einhverjir aðdáendur sem hafa lesið scriptið eða hafa séð myndina hafa comment eða vilja bara spjalla um hana þá bíð ég spenntur eftir svörum, spurningum og tippum.
Bjarni Thor