A Clockwork Orange fjallar um ungan mann, Alex(Malcolm McDowell). Áhugamál hans eru ofbeldi og tónlist eftir Beethoven. Hann og vinir hans skemmta sér við að meiða og nauðga fólki á kvöldin. Þessi mynd fjallar um fangelsisvist hans og sérstöku meðferðina sem hann hlaut.
Eitt venjulegt kvöld í lífi Alex, þegar hann og vinir hans voru á sínum venjulega kvöldbíltúr, keyra þeir að húsi og vinir Alex ákveða að banka uppá, það svarar enginn þannig að Alex ákveður að klifra innum gluggann og eftir nokkra stund er Alex tekinn fastur og hlýtur fangelsisdóm. Eftir nokkurn tíma hefur verið ákveðið að prófa sérstaka meðferð til þess að láta fangana aldrei fremja glæp framar og aðeins einn fanganna varð valinn, og það var Alex.

Þessi mynd er leikstýrð af Stanley Kubrick og er gefin út árið 1971. Ég mæli mjög með þessari mynd, að mínu mati ein besta mynd sem hefur verið gefin út.

Ég gef henni *****/*****
Sod-Off Baldrick.