Ég er að skrifa þessa grein til að spara ykkur rúmlega 2 klst. af hörmulegu efni sem er ekki húsum hæft. Myndin er um stríð milli varúlfa og vampíra og einhvern kall sem verður eitthvað grænleitt ógeð í enda myndarinnar. Í myndinni eru skilin milli vampíra og varúlfa þau sömu og í bandarískum stríðsmyndum, sem sagt varúlfar deyja 20 á móti einni vampíru sem er ekki einu sinni hreinblóðuð. Einnig má geta þess að persónulega fannst mér varúlfarnir langflottastir af þessum tveimur “kynþáttum”, en samt var svolítið varið í vampírurnar. Lítið var lagt í tónlistina í þessari mynd og er þetta eins og að freta á Metropolitan safninu. Leikurinn í myndinni sjálfri var ekki slæmur og lögðu leikararnir sig mikið upp í að færa hlutverkunum lit og fjölbreytni. Fyrir þá sem hafa lesið sögur um vampírur og varúlfa eiga kannski eftir að taka eftir að flestar upplýsingarnar eru einfaldlega uppspunnar af höfundi handrits þessarar hörmulegu kvikmynd. Þetta minnti mig svolítið á leikinn “Blood Rayne” en hann er fínasti leikur þrátt fyrir einsleitni og einfaldleika. Þetta mun vera hörmulegasta kvikmynd sem gerð hefur verið um þetta efni þó að leikararnir séu í fremsta fararbroddi.

Ég þakka fyrir mig

Heineken……..Heineken.