Í dag bárust mér þau sorgartíðindi að einn af þeim leikurum semm er hvað mest í uppáhaldi hjá mér, Charles Bronson er látinn. Hann lést á laugardaginn 30. ágúst, 81 árs gamall eftir að hafa glímt við Alzheimer síðatliðinn 2 ár.

Hérna er æviágrip um gamla harðjaxlinn:

Charles Bronson eða Charles Buchinsky fæddist þann 3. nóvember 1921 í Pennsylvaníu, sonur kolanámumanns frá Litháen og eitt af 15 börnum þeirra. Eftir að hafa klárað skóla vann hann í kolanámunum ásamt bræðrum sínum til að framfleyta fjölskyldu sinni þar til að seinni heimstyrjöldin hófst. Í stríðinnu var hann vélbyssuskytta í sprengjuflugvélum og þegar stríðinu lauk hóf hann listnám í Phiadelphíu og heillaðist af leiklist þar. Hann fór til Kaliforníu í leiklistarskóla og fljótlega fékk hann sitt fyrsta hlutverk. Eftir að hafa leikið í nokkrum myndum(Pat & Mike, House of wax m. Vincent Price t.d.) undir sínu föðurnafni var honum ráðlagt að breyta eftirnanfinu vegna McCarthy-ofsóknana(nafnið var of rússneskt) og er sagt að hann hafi tekið upp nafnið Bronson eftir samnefndu hliði að Paramount-kvikmyndaverinu.

1954 lék hann fyrsta indjánahlutverk sitt í Apache á móti Burt Lancaster og í framhaldi af því fékk hann fleiri hlutverk sem indjáni og stærri hlutverki í B-myndum eins og Big house USA og góðar rullur í myndum eins og Jubal og Run of the arrow. Eftir að hafa leikið í aukahlutverkum og sjónvarpi í lengri tíma þá kom fyrsta myndin sem vakti almennilega athygli á honum: The magnificent seven þar sem hann þótti standa sig með prýði. Eftir það byrjuðu hlutirnar að rúlla:Master of the world þar sem hann lék aftur á móti Vincent Price, The great escape með stórt og gott hlutverk og svo The dirty dozen sem varð stórsmellur á sínum tíma.

Samt kom aldrei aðalhlutverk og líkt og margir aðrir sem voru í svipuðum málum, flutti Bronson til Evrópu þar sem hann varð fljótt að stjörnu með Honor among thieves þar sem hann lék á móti Alain Delon og klassíska meistarastykkinu Once upon a time in the west sem Sergio Leone gerði. Leone hafði reyndar boðið honum aðalhlutverkið í A fistful of doolars á sínum tíma en Bronson hafnaði því og sagðist hafa séð eftir því seinna meir. Vinsældir Bronsons jukust með hverri myndinni á fætur annari, hini þrælgóðu Rider on the rain, film noirinum Violent city, spennumyndinni Cold sweat og hinni bráðskemmtilegu Red sun. Þó voru vinsældir hans á alþjóðavettvangi ekki að skila sér mikið til heimalandsins. Þangað sneri hann aftur og lék í nokkrum myndum sem gengu þokkalega: hasarnum The mechanic, hinn grimma Chato's land og cult-myndin Mr. Majestyk.

Árið 1974 kemur svo myndin sem gerir hann að stórstjörnu í Bandaríkjunum, hinni umdeildu og vinsælu Death wish sem segir frá arkitekt sem gerist sjálfskipaður hefndarengill eftir að kona hans og dóttur er nauðgað og konan drepin. Af Death wish urðu til ótal eftirhermur og 4 framhöld gerð. Harðjaxlaímyndin var það með komin og næstu ár lek hann í mörgum vinsælum myndum sem voru yfirleitt hasar- eða spennumyndir eins og t.d. Breakout, Breakheart pass,St. Ives og hina frábæru Telefon sem Don Siegel leikstýrði honum í. Vert er þó að minnast á sjónvarpsmyndina Raid on Entebbe þar sem hann lék ísraelska hershöfðingjann sem stjórnaði björgun gíslana í Úganda og krepputímamyndina Hard times þar sem hann lék boxara á móti James Coburn.

Upp úr 1980 lek hann aðallega í hasarmyndum og þar stendur aðallega upp úr eltingaleiksmyndin Death hunt með Lee Marvin og Act of vengenace sem var sjónvarpsmynd. Í Act of vengeance lék hann verkalýðsleiðtoga sem barðist við spillingu og skilaði hann hlutverkinu með prýði. Árið 1991 fékk Sean Penn hann í lítið en mikilvægt, hlutverk í frumraun sinni sem leikstjóra, The Indian runner þar sem hann lék faðir David Morse og Viggo Mortensen. Hann sýndi þar einn sinn besta leik og sannaði þar getu sína sem skapgerðarleikari. Síðsutu ár var hann aðallega í sjónvarpsmyndum þar til hann dró sig í hlé vegna veikinda. Eitt er vert að geta að hann var giftur leikkonunni Jill Ireland sem lék í fjölda mynda með honum þar til hún dó úr krabbameini 1990. Bronsons verður sárt saknað á þessum bæ, blessuð sé minning hans.