Það er alveg grautfúlt að vera DVD eigandi á Íslandi í dag,
hafið þið tekið eftir því hvað það koma fáar nýjar DVD myndir í hverjum mánuði.
Ef þið skoðið myndbönd mánaðarins sjáið þið að eingöngu átta myndir myndir verða gefnar út í febrúar, í janúar voru það einungis fimm myndir sem átti að koma en þær urðu bara þrjár vegna þess að útgáfu Pitch black og einhverri annari mynd voru frestaðar um óákveðin tíma. Miðað við hvað margir eiga orðið dvd spilara finnst mér að það ætti að gera eitthvað í þessu.
Lítið bara á hvað það koma margar myndir á myndband en bara brot af þeim á DVD, í ameríku eru flestar myndir gefnar út á sama tíma á dvd og í video. ég veit að þetta er annað kerfi en í evrópu en ég meira að segja að í bretlandi eru fullt af myndum til á DVD sem eru ekki til hérna á klakanum td chicken run mi 2 osfrv.
ég er búin að öpgreida heima hjá mér fyrir 300 hundruð þúsund kall í heimabíó kerfi og fæ síðan ekki myndirnar sem mig langar að sjá.
fáranlegt.. ég er farin í neytenda samtökin með þetta.
kveðja Chaves…