Leikstjóri: Danny Boyle
Handrit: Alex Garland
Þema: Sci/Fi
Tagline: The Days Are Numbered
Land: Holland/Bretland/Bandaríkin
Einkun á Imdb: 7,3 (8,359 atkvæði)
Framleiðendur: Greg Caplan, Simon Fallon o.fl
Tæknibrellur: Richard Conway, Sam Conway, Bob Hollow o.fl
Aðalhlutverk: Cillian Murphy, Naomie Harris, Brendan Gleeson og Megan Burns

Myndin fjallar um Jim(Cillian Murphy)sem vaknar á sjúkrahúsi eftir nokkurra vikna dá og kemst að því sér til mikillar furðu að London virðist með öllu mannlaus eða þangað til hann lendir í útistöðum við nokkra skuggalega einstaklinga sem virðast ekki viðræðuhæfir, honum er bjargað af konu og vini hennar sem segja honum að Bretland hafi orðið fyrir því óláni að skrýtin veira hafi sýkt meirihluta landsmanna og gerir þá að villidýrum.
Ég beið í langan tíma eftir þessari mynd og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum, Danny Boyle gerir hér einhverja bestu hrollvekju áratugarins, handritið er gott því að langflest samtölin eru vel skrifuð og draga myndina ekki niður.
Allir leikararnir hér eru í toppformi þó ég geti ekki sagt að einhver skari fram úr öðrum.
Andrúmsloftið sem að leikstjórinn skapar er alveg rosalegt og er hann ekki að bregða áhorfandanum á tveggja mínútna fresti, þó að nokkur svoleiðis atriði séu til staðar.
Tónlistin gæti ekki verið betri eins og myndatakan sem er alveg listilega vel gerð.
Tæknibrellurnar er alveg ágætar og ég er mjög ánægður með að myndinni var ekki drekkt í fokdýrum brellum.

****1/2 af *****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.