Ég er mikill aðdáandi David Lynch og er að reyna útvega mér öll hans verk á DVD.
Ein besta mynd sem ég hef á ævi minni séð er Mulholland Drive, myndirnar sem hann gerir eru bara svo “flottar” og vel gerðar að þó maður sé ekkert að botna í einu eða neinu við fyrsta áhorf þá á maður það til að elska myndina og horfa á hana út í gegn mörgum sinnum (t.d Lost Highway).
Ég er ekki meðlimur á David Lynch.com en er að hugsa um það, því maður þarf að borga um 10$ á mánuði og ég er að pæla í því hvort það sé þess virði, allavega ég heyrði að það ætti að fara gefa út allt internet safnið hans (verk sem maður fær eingöngu að sjá ef maður er skráður á síðuna) út á DVD, þar á meðal 8 eða 10 þátta serían Rabbits.
Ég er mjög spenntur fyrir þessari seríu og hef mikinn áhuga á að nálgast allt þetta og fleira af síðunni hans, sérstaklega ef það á að koma út á DVD.
Hefur einhver hér sem er kanski meðlimur séð eitthvað af þessum verkum hans á netinu? ef svo er hvernig finnst þér, og hafiði einhverjar upplýsingar um hvenær þetta kemur út á dvd (ef það verður gert á annað borð).
Ferðamálaráðuneytið