Bókin “The Fight Club” sem samnefnd bíómynd David Finchers byggir á, kom út árið 1996 og olli miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum. Ef ykkur fannst myndin hörð, beitt og ádeilubroddurinn sterkur, lesið þá bókina. Hún er eftir bifvélavirkjann Chuck Palahniuk sem var orðinn drulluleiður á tómhyggjunni, neysluæði og dauðhreinsun ungra karlmanna og ákvað að skrifa bók um gremju sína. Bíómyndin var að mörgu leyti gríðarsterk. Fyrri hluti hennar var með því besta sem ég hef séð í kvikmyndagerð sl. 10 ár eða svo. Hraðinn, dialógurinn, leikurinn,töff hljóðsetning og klipping sannaði það fyrir manni að Fincher er búinn að stúdera Scorsese á jákvæðan hátt. En mér fannst myndin leiðast út í einhvern symbolískan anarkisma í lokin og fannst það miður. En ádeilan komst til skila og hún kemst enn betur til skila í bókinni. Palahniuk sagði að slagsmálalúbbar (undir formerkjum sínum) væru að honum vitandi ekki til í raunveruleikanum, en eftir að bókin og myndin komu út er aldrei að vita nema einhverjir hafi tekið sig til og farið að lumbra kerfisbundið á hvorum öðrum, sér til hressingar.

P.S. Vissuð þið að Palahniuk vann sem tryggingagreinir hjá bílaframleiðanda, alveg eins og Edward Norton í myndinni. Reikningsformúlan fyrir réttmætisgrundvelli innköllunar verksmiðja á gölluðum bílum, sem Norton gefur upp í myndinni, er víst rétt skv. Palahniuk….awesome!