Black Hawk Down Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir næstu mynd Ridley Scott “Hannibal”. Hún er framhald óskarsverðlaunamyndarinnar “Silence of the Lambs” og verður frumsýnd 23 febrúar hér á landi. Hans næsta mynd verður hins vegar stríðmyndin “Black Hawk Down”. Myndin er byggð á sannri sögu. Árið 1993 var 100 manna sérsveit Bandaríska hersins send til höfuðborgar Sómalíu Mogadishu. Verkefni hennar var að fanga Sómalskan hershöfðingja Ah-Didi að nafni. Þessi sendiför varð hinsvegar að hreinasta helvíti þegar þúsundir Sómalskra hermanna umkringdu þá og úr varð lengsta og ógeðslegasta orusta Bandaríkjahers síðan í Víetnam. Ég bíð sérstaklega spenntur enda Ridley Scott frábær leikstjóri(Alien, Blade Runner, Thelma and Louise, Gladiator og Hannibal). Meðal leikara eru Tom Sizemore og Josh Hartnett. Ewan McGregor og Sam Shephard eru í samningaviðræðum um að leika í myndinni. Framleiðandi er Jerry Bruckheimer og er reiknað með myndin verði frumsýnd seint á þessu ári.