Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir næstu mynd Ridley Scott “Hannibal”. Hún er framhald óskarsverðlaunamyndarinnar “Silence of the Lambs” og verður frumsýnd 23 febrúar hér á landi. Hans næsta mynd verður hins vegar stríðmyndin “Black Hawk Down”. Myndin er byggð á sannri sögu. Árið 1993 var 100 manna sérsveit Bandaríska hersins send til höfuðborgar Sómalíu Mogadishu. Verkefni hennar var að fanga Sómalskan hershöfðingja Ah-Didi að nafni. Þessi sendiför varð hinsvegar að hreinasta helvíti þegar þúsundir Sómalskra hermanna umkringdu þá og úr varð lengsta og ógeðslegasta orusta Bandaríkjahers síðan í Víetnam. Ég bíð sérstaklega spenntur enda Ridley Scott frábær leikstjóri(Alien, Blade Runner, Thelma and Louise, Gladiator og Hannibal). Meðal leikara eru Tom Sizemore og Josh Hartnett. Ewan McGregor og Sam Shephard eru í samningaviðræðum um að leika í myndinni. Framleiðandi er Jerry Bruckheimer og er reiknað með myndin verði frumsýnd seint á þessu ári.
Black Hawk Down
Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir næstu mynd Ridley Scott “Hannibal”. Hún er framhald óskarsverðlaunamyndarinnar “Silence of the Lambs” og verður frumsýnd 23 febrúar hér á landi. Hans næsta mynd verður hins vegar stríðmyndin “Black Hawk Down”. Myndin er byggð á sannri sögu. Árið 1993 var 100 manna sérsveit Bandaríska hersins send til höfuðborgar Sómalíu Mogadishu. Verkefni hennar var að fanga Sómalskan hershöfðingja Ah-Didi að nafni. Þessi sendiför varð hinsvegar að hreinasta helvíti þegar þúsundir Sómalskra hermanna umkringdu þá og úr varð lengsta og ógeðslegasta orusta Bandaríkjahers síðan í Víetnam. Ég bíð sérstaklega spenntur enda Ridley Scott frábær leikstjóri(Alien, Blade Runner, Thelma and Louise, Gladiator og Hannibal). Meðal leikara eru Tom Sizemore og Josh Hartnett. Ewan McGregor og Sam Shephard eru í samningaviðræðum um að leika í myndinni. Framleiðandi er Jerry Bruckheimer og er reiknað með myndin verði frumsýnd seint á þessu ári.