“Gladiator” og “Chrouching Tiger, Hidden Dragon” fengu langflestar tilnefningar á miðvikudaginn fyrir 53. “British Academy Film Awards”, með 14 tilnefningar hvor. Breska myndin “Billy Elliot” kom næst með 11 tilnefningar. Þessar þrjár myndir munu keppa um titillinn besta myndin á móti “Almost Famous” og Erin Brockovich“. Samkvæmt venju hefur Breska Kvikmyndahátíðin komið í kjölfar Óskarsverðlaunanna, en í ár munu þau fara fram 25. febrúar, mánuði fyrir Óskarinn. Dagsetningin var færð fram um 6 vikur til að gera verðlaunin undanfara Óskarsins í stað eftirmála, til að undirstrika mikilvægi þeirra. Áður þekkt sem Baftas, verða verðlaunin nú kölluð ”Orange British Academy Film Awards“, vegna styrktaraðila þeirra, farsímafyrirtækisins Orange. Tilnefningar fyrir Óskarinn verða tilkynntar 13. febrúar.

Steven Soderbergh fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, fyrir ”Erin Brockovich“ and ”Traffic“. Hann mun keppa á móti Ang Lee (”Crouching Tiger“), Ridley Scott (”Gladiator“) og Stephen Daldry (”Billy Elliot“). Aðaltilnefningar fyrir leik, Julia Roberts fyrir ”Erin Brockovich“, Tom Hanks fyrir ” Cast Away“ og Geoffrey Rush fyrir ”Quills“. Tilnefndar sem besta Breska myndin, ”Billy Elliot“, ”Chicken Run“, ”The House of Mirth“, ”Last Resort“ og ”Sexy Beast". LONDON (AP)