Nú er von á kvikmynd gerð eftir meistraraverki Tolkiens. Ekki eru allir jafn áhugasamir því stór hópur aðdáðanda Tolkiens telur kvikmyndina hálfgert guðlast. E.t.v. er það því að kenna að þegar reynt var að segja fyrsta hluta trílógíunnar í teiknimyndaformi. Það tókst miður vel. Ég sá þessa teiknimynd og varð fyrir miklum vonbrigðum. Kannski hef ég svona undarlegt ímyndunarafl en þetta var bara alls ekki það sem ég hafði séð fyrir mér er ég las söguna sjálfa. Það sem þótti helst að myndinni var að það náðist ekki að sveipa hana þessum dularfulla ævintýra- og töfrablæ sem einkennir söguna. Mig mynnir að ný tækni hafi verið notuð við gerð þeirrar teiknimyndar (þori ekki að sverja fyrir það) og að hún hafi ekki farið vel í fólk. En eins og tölvutæknin í kvikmyndum hefur vaxið á síðustu árum er ég vongóður um að útkoman verði snilld enda stórkostlegur efniviður á ferð.