Jesus son jæja ég var að horfa á alveg hrikalega góða mynd sem heitir Jesus son. Billy Crudup (hi-low country, inventing the abbots o.fl.), Denis Leary, Holly Hunter, Dennis Hopper og Samantha Morton leika í henni og þau fara öll á kostum ásamt alveg frábærum aukaleikurum sem setja mikinn svip á myndina(t.d. sjúkraliðinn á sjúkrahúsinu ,sem FH fer að vinna á eftir að kærastan hans verður ólett, er ógeðslega kúl, saman stela þeir birgðum úr lyfjabúrinu og fara á Landbúnaðarsýningu sem m.a. leiðir af sér grátur Fh af því að hann kremur óvart nokkra kanínuunga, frekar frábært). FH (Billy C.) er ungur eiturlyfjaneitandi sem lifir frekar brengluðu lífi, verður ástfangin af M sem einnig er eiturlyfjaneitandi og saman sökkva þau dýpra og dýpra í svartan leðjupitt eiturlyfjanna. Þetta er alveg frábærlega vel leikin mynd og einnig frábær tónlist í henni. Hrikalega fyndin og einnig sorgleg á köflum. Endilega kíkið á þessa næst þegar þið takið vídjó, mæli með henni.
kv
–H