Í gær tók ég á leigu myndina Equilibrium á DVD. Væri svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að þessir snillingar hjá Skífunni hafa sett hana, og fleiri tittla, á fokking DVD-R disk, í foolscreen og skíta sándi. Þetta er mynd sem ég er búinn að bíða lengi eftir að sjá í góðum gæðum og planið var að horfa á hana í varpa, svona til að ná smá bíó fíling. Nei nei, staðinn fáum við þennan viðbjóð sem ég hefði getað downloadað af netinu í betri gæðum. Þetta er líka sérstaklega gremjulegt því að á meðan þessi frábæra mynd er hennt á skíta DVD-R er skíta myndin Ghost Ship sett á disk í frábærum gæðum.
Equilibrium er mynd sem á að sjá í widescreen, í 5.1 og á stórum skjá og við sem styrkjum DVD úgáfu á Íslandi fáum það svo feitt í rassgatið að ég ætla aldrei að leigja mynd frá þeim aftur.

Svo er það líka mjög pirrandi að kafbáta draugamyndin Below (frá leikstjóra Pitch Black, skrifuð og framleidd af Daren Aronofsky sem gerði Requiem for a Dream) fær ekki einu sinni að fara á DVD heldur bara VHS. Það er greinilegt að mennirnir sem stjórna þarna á bæ hafa höfuðið pikk fast upp í rassgatinu.